Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1319/2019

Nr. 1319/2019 17. desember 2019

GJALDSKRÁ
fyrir sorphirðu í Dalvíkurbyggð.

1. gr.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar er heimilt að leggja á árlegt sorphirðugjald (urðunar- og sorp­hreinsi­gjald).

2. gr.

Sorphirðugjaldið er lagt á hverja íbúð í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar og er það innheimt með fasteignagjöldum eða á annan hátt eftir því sem við verður komið og þá með sömu gjalddögum og fasteignagjöld. Auk þess er innheimt hálft gjald af frístundahúsum með sama hætti.

Búrekstraraðilum er gefinn kostur á að greiða sérstaklega fyrir ílát undir búrekstrarúrgang, flutn­ing hans og förgun samkvæmt gjaldskrá þessari. Þá er lagt á búfjáreigendur sérstakt gjald til að standa straum af kostnaði við förgun dýraleifa og tekur gjaldið mið af því að það standi undir kostnaði við förgunina.

3. gr.

Sorphirðugjaldið og fyrirkomulag móttöku á endurvinnslustöð á Dalvík er sem hér greinir:

a) Íbúðir, sorphirðugjald, kr. 44.948.
b) Frístundahús, sorphirðugjald, kr. 22.474.
c) Í upphafi árs er úthlutað einu klippikorti á íbúð (16 klipp) og sumarhús (8 klipp) sem afhent eru í þjónustuveri ráðhússins á Dalvík. Notendur þurfa að framvísa klippikortinu til að komast inn á endurvinnslustöðina á Dalvík. Leigjendur verða að nálgast kortin hjá leigusala eða að kaupa sér kort.
d) Klippt verður fyrir gjaldskyldan úrgang á meðan tekið verður á móti ógjaldskyldum úrgangi án greiðslu. Skylt er að hafa klippikortið meðferðis þegar farið er á endurvinnslustöðina hvort sem um gjaldskyldan eða ógjaldskyldan úrgang er að ræða.
e) Hvert klipp er upp á 0,25 m³ sem samsvarar 240 l heimilistunnu. Ef kort klárast þá verður hægt að kaupa aukakort á kr. 12.300.
f) Rekstraraðilar geta keypt klippikort í þjónustuveri á kr. 29.930 sem inniheldur 16 klipp fyrir 0,25 m³ til 4 m³.
g) Ekki er tekið gjald fyrir móttöku á flokkuðum úrgangi sem ber úrvinnslugjald frá íbúðum og sumarhúsum, þar má nefna: pappaumbúðir, plastumbúðir, hjólbarða, ýmis spilliefni og úrelt ökutæki.

4. gr.

Úrvinnslugjald vegna úrgangs frá búrekstri og dýraleifa er eftirfarandi:

  1. 240 lítra tunna fyrir almennan úrgang losuð tvisvar í mánuði 35.964 kr./ár.
  2. 360 lítra tunna fyrir almennan úrgang losuð tvisvar í mánuði 47.953 kr./ár.
  3. 240 lítra endurvinnslutunna losuð einu sinni í mánuði 17.809 kr./ár.
  4. Gjald fyrir eyðingu dýraleifa er lagt á heildarfjölda hverrar búfjártegundar samkvæmt búfjáreftirlitsskýrslu og er eftirfarandi:
    Nautgripir 1.097 kr./grip Sauðfé og geitfé 202 kr./grip
    Hross 430 kr./grip Grísir 713 kr./grip

5. gr.

Gjaldskrá þessi, sem samin er og samþykkt af sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar, er staðfest sam­kvæmt heimild í 8. gr. samþykktar um sorphirðu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra nr. 541/2000, sam­kvæmt lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og ákvæði 59. gr. laga um hollustuhætti og meng­unarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum.

Samkvæmt 8. gr. samþykktar um sorphirðu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra nr. 541/2000 hefur Heil­brigðiseftirlit Norðurlands eystra veitt umsögn um ofangreinda gjaldskrá þann 5. nóvember 2019.

Gjaldskrá þessi sem hækkar um 2,5% öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Um leið fellur gjaldskrá um sorphirðu í Dalvíkurbyggð, nr. 1244/2018, úr gildi.

Samþykkt á fundi umhverfisráðs 13. nóvember 2019.

Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar 29. nóvember 2019.

Dalvíkurbyggð, 17. desember 2019.

Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 7. janúar 2020