Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 286/2021

Nr. 286/2021 16. mars 2021

REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 161/2021 um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19

1. gr.

1. og 2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar verða svohljóðandi:

Hafi einstaklingur við komuna til landsins undir höndum viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð vegna COVID-19 (alþjóðabólusetningarskírteinið) í samræmi við alþjóðaheilbrigðisreglugerð Alþjóða­heilbrigðismálastofnunarinnar er honum ekki skylt að fara í sýnatöku, sóttkví eða framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf skv. 4. gr. Sama gildir um bólusetningarvottorð sem vottar um bólu­setningu með bóluefni sem Lyfjastofnun Evrópu hefur mælst til að fái markaðsleyfi og sem upp­fyllir leiðbeiningar sóttvarna­læknis um vottorð, svo sem um mat á vottorðum við landa­mæri og efni og form vottorða, t.a.m. um tungumál og hvaða upplýsingar vottorð skal innihalda, svo sem nafn, fæð­­ingar­­dag, ríkisfang, hvar og hvenær bólusetning fór fram, framleiðanda bóluefnis og upplýs­ingar um aðila ábyrgan fyrir útgáfu vottorðs. Ef bóluefni sem Lyfjastofnun Evrópu hefur mælst til að öðlist markaðsleyfi hefur hlotið sambærilegt markaðsleyfi í öðru landi og vottorð vottar um bólu­setn­ingu með því bóluefni skal slíkt vottorð jafnframt tekið gilt.

Hafi einstaklingur vottorð um rannsóknarniðurstöðu sem sýnir fram á að COVID-19 sýking sé afstaðin, er honum ekki skylt að fara í sýnatöku eða framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf skv. 4. gr. enda uppfylli vottorðið annað af eftirfarandi skilyrðum:

  1. sýni jákvæða niðurstöður úr PCR-prófi sem er eldra en 14 daga gamalt, eða
  2. sýni fram á mótefni með mótefnaprófi sem framkvæmt er með ELISA-aðferð.

 

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er á grundvelli 12., 13., 14. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.

Reglugerð þessi fellur úr gildi þann 30. apríl 2021.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 16. mars 2021.

 

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 16. mars 2021