1. gr.
Á eftir 6. tölulið, í skrá um efni, efnablöndur og vinnsluferli sem geta valdið krabbameini, í I. viðauka við reglugerðina bætast við tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
- Störf þar sem starfsmenn eru útsettir fyrir mengun í gegnum húð af jarðolíum sem hafa verið notaðar í brunahreyflum til að smyrja og kæla vélarhluta sem hreyfast innan hreyfilsins.
- Störf þar sem starfsmenn eru útsettir fyrir mengun vegna útblásturs frá dísilhreyflum.
2. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 38. gr. og 3. mgr. 51. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/130 frá 16. janúar 2019 um breytingu á tilskipun ráðsins 2004/37/EB, um verndun starfsmanna gegn áhættu vegna áhrifa af krabbameinsvöldum á vinnustað, sem vísað er til í XVIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 110/2020, öðlast þegar gildi.
Félagsmálaráðuneytinu, 20. nóvember 2020.
Ásmundur Einar Daðason.
|