Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 160/2012

Nr. 160/2012 7. febrúar 2012
REGLUGERÐ
um útdráttarleysa til notkunar við framleiðslu matvæla og innihaldsefna í matvælum.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um útdráttarleysa sem eru notaðir eða ætlaðir til notkunar við framleiðslu matvæla eða innihaldsefna matvæla. Hún gildir þó ekki um útdráttarleysa sem notaðir eru við framleiðslu aukefna í matvælum, vítamína og annarra viðbættra næringarefna, nema þau sem talin eru upp í I. viðauka.

Notkun aukefna, vítamína og annarra viðbættra næringarefna má þó ekki leiða til þess að matvæli innihaldi leifar útdráttarleysa í þeim mæli að heilbrigði manna stafi hætta af.

Hún gildir ekki um útdráttarleysa eða matvæli sem eru ætluð til útflutnings til landa utan Evrópska efnahagssvæðisins.

2. gr.

Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:

a)

Leysir: efni til að leysa upp matvæli eða einhvern efnisþátt þeirra, þar með talin aðskotaefni sem fyrirfinnast í eða á þeim matvælum.

b)

Útdráttarleysir: leysiefni sem notað er við útdrátt við vinnslu á matvælum eða efnisþáttum þeirra og er fjarlægt, en leifar efnisins kunna þó að fyrirfinnast í matvælunum eða efnisþáttum þeirra af tæknilegum ástæðum.

3. gr.

Matvælafyrirtæki, hvort heldur er innlendur framleiðandi eða innflytjandi, er ábyrgt fyrir því að útdráttarleysar til notkunar í matvælaiðnaði séu í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar.

4. gr.

Efni sem talin eru upp í I. viðauka má nota sem útdráttarleysa við framleiðslu á matvælum eða innihaldsefnum þeirra samkvæmt notkunarskilyrðum og, þar sem við á, innan þeirra marka sem eru tilgreind sem hámarksmagn leifa í þeim viðauka. Engin önnur efni skulu leyfð og tilgreint hámarksmagn skal ekki gilda um önnur efni en þar er kveðið á um.

Vatn, sem kann að innihalda efni til að jafna sýrustig, og önnur efni í matvælum sem hafa eiginleika leysa er heimilt að nota sem útdráttarleysa við framleiðslu á matvælum eða innihaldsefnum þeirra.

5. gr.

Tryggja skal að útdráttarleysir innihaldi ekki:

a)

Eiturefni í þeim mæli að hætta kunni að stafa af.

b)

Meira en 1 mg/kg af arseni eða meira en 1 mg/kg af blýi.

Útdráttarleysar skulu vera í samræmi við skilgreiningar á eiginleikum og hreinleika útdráttarleysa sem gilda á EES-svæðinu í þeim tilvikum sem þessir eiginleikar hafa verið skilgreindir.

6. gr.

Óheimilt er að setja á markað efnin sem talin eru upp í I. viðauka og eru ætluð til notkunar sem útdráttarleysar í matvælum, nema á umbúðum, ílátum og merkimiðum séu eftirfarandi upplýsingar og skulu þær vera vel sýnilegar, auðlæsar og óafmáanlegar:

a)

Vöruheiti eins og það er gefið upp í I. viðauka,

b)

skýr ábending um að efnið henti, hvað gæði og hreinleika varðar, við útdrátt á matvælum eða innihaldsefnum þeirra,

c)

auðkenni framleiðslulotu,

d)

heiti eða fyrirtækjaheiti og heimilisfang framleiðanda, pökkunaraðila eða seljanda með aðsetur á Evrópska efnahagssvæðinu,

e)

nettómagn í rúmmálseiningum,

f)

ef þörf krefur, geymslu- og notkunarskilyrði.

Heimilt er að upplýsingarnar sem getið er um í liðum c-f komi fram í viðskiptaskjölum viðkomandi vöru, sem látin skulu í té fyrir eða við afhendingu.

Upplýsingar þessar skulu vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli, öðru en finnsku, en þó er heimilt að upplýsingar séu gefnar á fleiri en einu tungumáli.

Skilyrði þessarar greinar gilda með fyrirvara um aðrar reglugerðir er gilda um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna og efnablandna.

7. gr.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Matvælastofnunar, eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. gr. og 22. gr. laga nr. 93/1995.

8. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. Reglugerð þessi fellir úr gildi reglugerð nr. 289/1994 um leysiefni til notkunar í matvælaiðnaði. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Höfð er hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2009/32 og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/59.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 7. febrúar 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 21. febrúar 2012