1. gr.
Við 4. gr. reglugerðarinnar bætast sextán nýir töluliðir, svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2177 frá 2. september 2024 um leyfi fyrir blöndu með 6-fýtasa, sem er framleiddur með Aspergillus oryzae DSM 33737, sem fóðuraukefni fyrir allar tegundir alifugla til eldis eða sem eru aldar til varps eða til undaneldis, gyltur af öllum svínategundum og alla fiska (leyfishafi er DSM Nutritional Products Ltd., fulltrúi hans er DSM Nutritional Products Sp. z o.o.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 387.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2179 frá 2. september 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2022/1452 að því er varðar ráðlagt hámarksinnihald 4-hýdroxý–2,5-dímetýlfúran-3(2H)-óns fyrir ketti og hunda. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 391.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) ) 2024/2184 frá 3. september 2024 um leyfi fyrir blöndu með fúmónísínesterasa, sem er framleiddur með Komagataella phaffii NCAIM (P) Y001485, sem fóðuraukefni fyrir spenagrísi og eldissvín af öllum svínategundum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES‑nefndarinnar nr. 4/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 393.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2180 frá 2. september 2024 um leyfi fyrir blöndu með endó-1,4-betaxýlanasa, endó-1,4-betaglúkanasa og xýlóglúkansértækum endó-beta-1,4-glúkanasa, sem eru framleiddir með Trichoderma citrinoviride DSM 33578, sem fóðuraukefni fyrir gyltur af öllum svínategundum (leyfishafi er Huve-pharma EOOD). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 397.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2385 frá 9. september 2024 um leyfi fyrir 4-metýl-5-vínýlþíasóli sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 401.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2388 frá 9. september 2024 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Pediococcus pentosaceus DSM 23689 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 84/2014. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 407.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2389 frá 9. september 2024 um leyfi fyrir blöndu með natríumsemdúramísíni (Aviax 5%) sem fóðuraukefni fyrir eldiskjúklinga (leyfishafi er Phibro Animal Health s.a.) og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1443/2006. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 411.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2464 frá 12. september 2024 um leyfi fyrir hvítri furuilmkjarnaolíu úr Pinus pinaster Aiton sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 417.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) ) 2024/2427 frá 16. september 2024 um leyfi fyrir kóríanderilmkjarnaolíu úr Coriandrum sativum L. sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. febrúar 2025, bls. 422.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2441 frá 16. september 2024 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Enterococcus lactis DSM 22502 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 304/2014. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 428.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2183 frá 2. september 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 389/2011, (ESB) 2016/899, (ESB) 2017/440, (ESB) 2017/896, (ESB) 2020/164, (ESB) 2020/166, (ESB) 2021/2051, (ESB) 2021/2096, (ESB) 2023/1167, (ESB) 2023/1703 og (ESB) 2023/1713 að því er varðar heiti leyfishafa fyrir fóðuraukefnum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 5/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 431.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2185 frá 3. september 2024 um leyfi fyrir blöndu með Bacillus subtilis FERM BP-07462, Enterococcus lactis FERM BP-10867 og Clostridium butyricum FERM BP-10866 sem fóðuraukefni fyrir allar tegundir alifugla til eldis, allar tegundir alifugla sem eru aldar til varps eða til undaneldis og skrautfugla (leyfishafi er Toa Biopharma Co., Ltd.). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 5/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 436.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2393 frá 9. september 2024 um endurnýjun á leyfi fyrir natríumbísúlfati og leyfi fyrir nýrri notkun efnisins sem fóðuraukefni fyrir tilteknar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 6/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 440.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2394 frá 9. september 2024 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Enterococcus lactis NCIMB 10415 sem fóðuraukefni fyrir ketti og hunda (leyfishafi er DSM Nutritional Products Ltd.) og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1061/2013. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 6/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 446.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2412 frá 13. september 2024 um endurnýjun á leyfi fyrir blöndu með Pediococcus pentosaceus DSM 23688 sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 84/2014. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 451.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2414 frá 13. september 2024 um leyfi fyrir einiilmkjarnaolíu og einitinktúru úr Juniperus communis L. sem fóðuraukefni fyrir allar dýrategundir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 454.
2. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt í samræmi við lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 4. apríl 2025.
Hanna Katrín Friðriksson.
|