Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 292/2024

Nr. 292/2024 15. febrúar 2024

REGLUGERÐ
um (2.) breytingu á reglugerð nr. 200/2023 um veiðar á Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski.

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Leyfilegur heildarafli.

Á árinu 2024 er íslenskum skipum heimilt að veiða alls 224 tonn af bláuggatúnfiski miðað við afla upp úr sjó. Af þeim heimildum er 212 tonnum úthlutað til veiða með línu og 12 tonnum vegna áætlaðs meðafla íslenskra skipa á bláuggatúnfiski.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 14. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands, ákvæðum 3., 4., 6., 7., 8., 18. og 19. gr. laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lög­sögu Íslands og ákvæðum 16. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 15. febrúar 2024.

 

Katrín Jakobsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 5. mars 2024