Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1519/2021

Nr. 1519/2021 7. desember 2021

GJALDSKRÁ
fyrir leyfisgjald vegna hunda- og kattahalds, ásamt gjaldi vegna föngunar og vörslu óskilahunda og óskilakatta í Norðurþingi.

1. gr.

Hunda- og kattaeigendur í Norðurþingi, skulu greiða leyfisgjald skv. 6. gr., 9. gr., 15. gr., 16. gr., og 17. gr. samþykktar nr. 160/2019 um hunda- og kattahald í Norðurþingi, sem staðfest var af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 31. janúar 2019.

 

2. gr.

Af hundum skal innheimta hundaleyfisgjald skv. 6. gr. að upphæð kr. 15.254 á hvern hund í fyrsta sinn við skráningu og síðan árlega á gjalddaga sem sveitarfélagið ákveður.

Af köttum skal innheimta kattaleyfisgjald skv. 6. gr. að upphæð kr. 14.719 á hvern kött í fyrsta sinn við skráningu og síðan árlega á gjalddaga sem sveitarfélagið ákveður.

Innifalið í leyfisgjaldi er eingöngu sá kostnaður sem bæjarfélagið verður fyrir vegna umfjöll­unar, umsýslu, auglýsinga, skráningar, trygginga, eftirliti, ormahreinsun og aflesara. Allur annar kostnaður sem til fellur vegna hunds eða kattar, skal greiða af leyfishafa.

Um vexti af vangreiddum gjöldum samkvæmt gjaldskrá þessari gilda almennar reglur.

Um innheimtu gjalda fer samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.

 

3. gr.

Eigendur hunda og katta eru ábyrgir fyrir öllum kostnaði sem hlýst af brotum gegn samþykkt um hunda- og kattahald í Norðurþingi, þ.m.t. óheimilli lausagöngu, handsömun, vörslu og skilum dýranna eða aflífun skv. 9. gr., 16. gr. og 17. gr. sömu samþykktar.

Við afhendingu handsamaðs hunds eða kattar skal leyfishafi greiða kr. 10.000 fyrir fyrsta skiptið sem hundur eða köttur er fangaður, í annað skiptið skal greiða kr. 20.000

Fyrir óskráðan hund eða kött sem er handsamaður, skal eigandi greiða við afhendingu kr. 40.000.

Miðast greiðsla vegna föngunar við fjölda skipta sem hundur eða köttur er fangaður á almanaks­ári.

Ef til aflífunar hunds eða kattar kemur, skal eigandi dýrs að auki greiða útlagðan aflífunar­kostnað.

 

4. gr.

Ofangreind gjaldskrá er hér með staðfest af sveitarstjórn Norðurþings á grundvelli. 59. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, samanber samþykkt nr. 160/2019 um hunda- og kattahald í Norðurþingi og öðlast þegar gildi. Við staðfestingu gjaldskrár þessarar fellur úr gildi gjald­skrá nr. 1507/2020.

 

Húsavík, 7. desember 2021.

 

Drífa Valdimarsdóttir, fjármálastjóri og staðgengill sveitarstjóra.


B deild - Útgáfud.: 23. desember 2021