Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 981/2012

Nr. 981/2012 5. nóvember 2012
GJALDSKRÁ
fyrir Hitaveitu Drangsness.

1. gr.

Hitaveitan sér um dreifingu á heitu vatni á orkuveitusvæði sínu og innheimtir gjald fyrir varmaorku og annað sem hér er tilgreint, eftir þeim reglum sem settar eru í gjaldskrá þessari.

2. gr.

Notendagjöld eru sem hér segir:

Vatnsgjald um vatnsmæli fyrir rúmmetra vatns

kr.

76,93

Fastagjald fyrir hvern mæli á dag verði

kr.

57,09

Lokunargjald

kr.

7.000,00

Gjald fyrir aukaálestur

kr.

5.000,00

Miðað er við að meðalhitastig vatns í veitukerfinu sé 57°C við inntak hjá notendum við hámarksrennsli (a.m.k. 5 lítrar á mínútu, og svarar það til notkunar 7,2 rúmmetra vatns á sólarhring). Notendur geta sótt um afslátt á vatnsgjaldi ef hitastig vatnsins við inntak er 55°C eða lægra. Hitastig skal mælt með mælitækjum veitunnar og skal miða við snertihitastig mælabotns eftir að áætlað hámarksrennsli, sbr. að ofan, hefur staðið í a.m.k. 15 mínútur.

Tengigjöld eru sem hér segir:

Heimæðagjald fyrir íbúðarhús verði

kr.

530.000

Heimæðagjöld fyrir húsnæði yfir 1200 rúmmetra að stærð

kr.

850.000

Heimæðagjöld fyrir dreifbýli

kr.

500.000

að auki skal greiða aukalega pr. lengdarmetra frá stofnæð

kr.

3.800

Sveitarstjórn er heimilt að veita afslátt af tengigjöldum og dreifa greiðslum á allt að 12 mánuði.

  

Þá er sveitarstjórn heimilt að semja um lægri notendagjöld til stórnotenda í atvinnu­rekstri.

3. gr.

Notendagjöld skv. 2. gr. verða krafin mánaðarlega með gjalddaga 30. dag næsta mánaðar og eindaga 20 dögum síðar. Lesið verður af mælum eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Heimilt er að vaxtareikna ógreidd notendagjöld frá gjalddaga hafi þau ekki verið greidd á eindaga.

4. gr.

Hitaveitan hefur rétt til að loka fyrir rennsli til notanda sem vanrækir að greiða gjöld til veitunnar skv. gjaldskrá þessari. Fyrirætlun um lokun skal tilkynna á sannanlegan hátt með 7 daga fyrirvara. Sá sem vanskilum veldur skal í hvert sinn greiða lokunargjald, sbr. 2. gr. gjaldskrár þessarar. Öll gjöld skv. gjaldskrá þessari má taka fjárnámi á kostnað gjaldanda.

5. gr.

Hitaveitustjóra eða starfsmönnum veitunnar skal hvenær sem er frjáls aðgangur að öllum lokum, hitagjöfum og vatnsæðum, sem eru í sambandi við hitaveituna. Er notanda hitaveitunnar skylt að hlíta tafarlaust fyrirmælum hitaveitustjóra um viðgerðir á bilunum og sérhverjum ráðstöfunum til varnar gegn misnotkun á heita vatninu.

6. gr.

Hitaveitan leggur dreifikerfi, heimæðar og inntök inn fyrir vegg í húsnæði notanda. Kostar uppsetningu rennslismælis, síu og þrýstimælis. Annar búnaður við tengingu húsnæðis er á kostnað notanda.

7. gr.

Á öllum hitakerfum tengdum hitaveitu skal vera hitamælir á útrennsli, þrýstimælir og öryggisloki, staðsett samkvæmt fyrirmælum veitustjóra. Á hitakerfum, tengdum dreifi­kerfi hitaveitu, skal nota sjálfvirka loka á afrennsli sem halda hæfilegum þrýstingi á hitakerf­inu.

8. gr.

Hitaveituvatn sem runnið hefur í gegnum hitunarkerfi húss (bakrennsli) er eign hita­veit­unnar. Hitaveitan getur heimilað notkun þess til upphitunar í gróðurhúsum, bíla­stæðum og öðrum stöðum. Hitaveitan getur afturkallað slík leyfi án bóta, ef nauðsyn­legt er vegna almennra orkusparnaðarsjónarmiða. Óheimilt er að tengja vatnsdælur, varma­dælur og eða annan slíkan búnað við bakrennslið nema að fengnu samþykki hitaveit­unnar.

9. gr.

Breytingar á gjöldum skv. 2. gr. skulu háðar samþykktum sveitarstjórnar Kaldrana­nes­hrepps og skulu þær staðfestar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hverju sinni.

10. gr.

Gjaldskrá þessi staðfestist hér með samkvæmt orkulögum nr. 58, 29. apríl 1967, með síðari breytingum og reglugerð nr. 301/2000 til þess að öðlast gildi frá og með 1. janúar 2013. Jafnframt er úr gildi felld eldri gjaldskrá sama efnis, nr. 1266, 21. desember 2011.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 5. nóvember 2012.

F. h. r.

Kristján Skarphéðinsson.

Erla Sigríður Gestsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 21. nóvember 2012