Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 425/2016

Nr. 425/2016 24. maí 2016

REGLUR
um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum.

I. KAFLI

Almenn ákvæði.

1. gr.

Markmið.

Markmið með reglum þessum er að stuðla að samræmdu verklagi og viðmiðum við framkvæmd 11. og 12. gr. laga nr. 37/2016 um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum.

II. KAFLI

Heimildir til úttekta af reikningum háðum sérstökum takmörkunum.

2. gr.

Almenn heimild til úttektar vaxta og verðbóta vaxta.

Beiðni um staðfestingu Seðlabanka Íslands á heimild til úttektar af reikningum sem háðir eru sérstökum takmörkunum vegna greiðslu vaxta eða verðbóta vaxta skv. 11. gr. laga 37/2016, skal send af hálfu þess fjármálafyrirtækis sem hefur milligöngu um úttektina.

Staðfesting Seðlabanka Íslands skv. 1. mgr. skal send rafrænt til tengiliðs hjá fjármálafyrirtæki sem hefur milligöngu um úttektir.

Eftirfarandi upplýsingar og gögn skulu fylgja beiðni um staðfestingu skv. 1. mgr., eftir því sem við á:

 1. Vextir og verðbætur af vöxtum af skuldabréfum:
  1. Dagsetning beiðni um staðfestingu.
  2. Nafn/heiti og kennitala útgefanda.
  3. Auðkenni/heiti útgáfu.
  4. ISIN-númer útgáfu.
  5. Útgáfudagur.
  6. Lokagjalddagi.
  7. Útboðsgengi.
  8. Nafnverðsfjárhæð.
  9. Dagsetning skuldabréfakaupa.
  10. Fjárhæð.
  11. Dagsetning skuldabréfasölu.
  12. Söluandvirði.
  13. Vaxtatímabil.
  14. Uppgjörsdagur.
  15. Vaxtaprósenta og fjárhæð.
  16. Verðbætur af vöxtum.
  17. Fjárhæð þóknunar.
  18. Fjármagnstekjuskattur.
  19. Nafn/heiti, kennitala og heimilisfang fjárfestis.
  20. Heimilisfesti fjárfestis.
  21. Reikningsupplýsingar fjárfestis.
  22. Heiti og kennitala vörsluaðila bréfa.
  23. Nafn, tölvupóstur og sími tengiliðs hjá fjármálafyrirtæki sem hefur milligöngu um úttektir.
  24. Uppgjörskvittun fyrir skuldabréfakaupum staðfest af viðkomandi fjármálafyrirtæki með undirritun starfsmanns ásamt stimpli.
  25. Uppgjörskvittun fyrir útborgun á vaxtagreiðslu staðfest af viðkomandi fjármála­fyrirtæki.
  26. Ef ekki liggur fyrir uppgjörskvittun vegna útborgunar á vaxtagreiðslu þar sem um­rædd skuldabréf hafa verið seld fyrir vaxtagreiðsludag skal leggja fram uppgjörs­kvittun fyrir sölu staðfesta af viðkomandi.
 2. Vextir og verðbætur af vöxtum af innstæðum af reikningum háðum sérstökum tak­mörk­unum:
  1. Dagsetning beiðni um staðfestingu.
  2. Nafn og kennitala fjármálafyrirtækis.
  3. IBAN-númer reiknings vaxtagreiðslu.
  4. Vaxtagreiðsludagsetning.
  5. Vaxtatímabil.
  6. Höfuðstóll fyrir vaxtagreiðslu.
  7. Meðalvaxtaprósenta tímabils.
  8. Vaxtafjárhæð.
  9. Fjöldi daga.
  10. Nafn, kennitala og heimilisfang fjárfestis.
  11. Land/heimilisfesti fjárfestis.
  12. IBAN-reikningsnúmer fjárfestis.
  13. Nafn, tölvupóstur og sími tengiliðs hjá fjármálafyrirtæki sem hefur milligöngu um úttektir.
  14. Upplýsingar um útborgun vaxtagreiðslu staðfest af viðkomandi fjármálafyrirtæki.
 3. Vextir af innstæðubréfum útgefnum af Seðlabanka Íslands:
  1. Dagsetning beiðni um staðfestingu.
  2. Nafnverðsfjárhæð.
  3. Dagsetning innstæðubréfakaupa.
  4. Fjárhæð.
  5. Vaxtatímabil.
  6. Vaxtaprósenta og fjárhæð.
  7. Fjárhæð þóknunar.
  8. Fjármagnstekjuskattur.
  9. Nafn/heiti, kennitala og heimilisfang eiganda.
  10. Land/heimilisfesti eiganda.
  11. Reikningsupplýsingar eiganda.
  12. Heiti og kennitala vörsluaðila bréfa.
  13. Nafn, tölvupóstur og sími tengiliðs hjá fjármálafyrirtæki sem hefur milligöngu um úttektir.
  14. Uppgjörskvittun fyrir innstæðubréfakaupum staðfest af viðkomandi fjármálafyrirtæki.
  15. Uppgjörskvittun fyrir vaxtagreiðslu staðfest af viðkomandi fjármálafyrirtæki.

Beiðni um staðfestingu skv. 1. mgr. og gögn skulu berast rafrænt til Seðlabanka Íslands á netfangið [email protected]. Beiðninni skulu fylgja útreikningar. Seðlabankinn ákveður á hvaða formi beiðni um staðfestingu skal skilað.

3. gr.

Almenn heimild til úttektar arðgreiðslna.

Beiðni um staðfestingu Seðlabanka Íslands á heimild til úttektar af reikningum sem háðir eru sérstökum takmörkunum vegna arðgreiðslu, skv. 11. gr. laga nr. 37/2016, skal send af hálfu þess fjármálafyrirtækis sem hefur milligöngu um úttektina.

Staðfesting Seðlabanka Íslands skv. 1. mgr. er send rafrænt til tengiliðs hjá fjármálafyrirtæki sem hefur milligöngu um úttektina.

Eftirfarandi upplýsingar og gögn skulu fylgja beiðni um staðfestingu eða tilkynningu skv. 1. mgr., eftir því sem við á:

 1. Dagsetning beiðni um staðfestingu.
 2. Heiti og kennitala arðgreiðanda.
 3. Land/heimilisfesti arðgreiðanda.
 4. Auðkenni/heiti arðgreiðanda.
 5. ISIN-númer arðgreiðanda.
 6. Útgáfumynt hlutafjár.
 7. Nafnverðsfjárhæð eignar.
 8. Dagsetning hlutafjárkaupa.
 9. Arðgreiðsludagsetning.
 10. Arðgreiðsluprósenta.
 11. Arðgreiðslufjárhæð.
 12. Arðgreiðslumynt.
 13. Fjármagnstekjuskattur.
 14. Nafn og kennitala endurskoðanda.
 15. Nafn og kennitala hluthafa.
 16. Heimilisfang hluthafa.
 17. Land/heimilisfesti hluthafa.
 18. IBAN-gjaldeyrisreikningsnúmer hluthafa.
 19. Heiti og kennitala vörsluaðili hlutabréfa.
 20. Nafn, tölvupóstur og sími tengiliðs hjá fjármálafyrirtæki sem hefur milligöngu um úttektir.
 21. Kvittun fyrir móttöku arðgreiðslu ef greiðandi arðs er félag skráð á hlutabréfamarkað, eða staðfesting löggilts endurskoðanda arðgreiðanda ef greiðandi arðs er ekki skráður á hlutabréfa­markað auk ársreiknings síðasta rekstrarárs.

Beiðni um staðfestingu skv. 1. mgr. og gögn skulu berast rafrænt til Seðlabanka Íslands á netfangið [email protected]. Seðlabankinn ákveður á hvaða formi beiðni um staðfestingu skal skilað.

4. gr.

Heimildir einstaklinga til úttekta.

Beiðni um staðfestingu Seðlabanka Íslands á heimild til úttektar af reikningum sem háðir eru sér­stökum takmörkunum skv. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 37/2016, skal send af raunverulegum eiganda fjármunanna. Eftirfarandi upplýsingar og gögn skulu fylgja beiðni um staðfestingu:

 1. Stöðuyfirlit bankareiknings einstaklings hjá innlendu fjármálafyrirtæki dagsett 22. nóvember 2008.
 2. Nýlegt stöðuyfirlit bankareiknings einstaklings hjá innlendu fjármálafyrirtæki, þó ekki eldra en 2 vikna miðað við umsóknardag.
 3. Hreyfingaryfirlit bankareiknings einstaklings hjá innlendu fjármálafyrirtæki frá 28. nóvember 2008 sem sýnir hreyfingar af vörslureikningi verðbréfa og bankareikningi í hans eigu.

Beiðni um staðfestingu Seðlabanka Íslands á heimild til úttektar af reikningum sem háðir eru sérstökum takmörkunum skv. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 37/2016, skal send af skráðum eiganda eða greiðanda fjármunanna. Eftirfarandi upplýsingar og gögn skulu fylgja beiðni um staðfestingu:

 1. Staðfesting á geymslugreiðslu umræddra fjármuna.
 2. Gögn sem staðfesta eignarhald kröfu á þeim degi er fjármunir voru geymslugreiddir og hinn 22. maí 2016.

Beiðni um staðfestingu skv. 1. eða 2. mgr. 12. gr. og gögn skulu berast rafrænt til Seðlabanka Íslands á netfangið [email protected]. Seðlabankinn ákveður á hvaða formi beiðni um stað­festingu skal skilað.

III. KAFLI

Samþykki ráðherra og gildistaka.

5. gr.

Samþykki ráðherra.

Reglur þessar hafa verið samþykktar af fjármála- og efnahagsráðherra. Samþykkið er birt sem fylgi­skjal með reglum þessum.

6. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 2. mgr. 25. gr. laga nr. 37/2016, taka þegar gildi.

Reykjavík, 24. maí 2016.

Seðlabanki Íslands,

  Már Guðmundsson Ingibjörg Guðbjartsdóttir,
  seðlabankastjóri. framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 24. maí 2016