Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 610/2022

Nr. 610/2022 18. maí 2022

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 989/2016, um skipsbúnað, með síðari breytingum.

1. gr.

Á eftir d-lið 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

  1. Framseld tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1206 frá 30. apríl 2021 um breyt­ingu á III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/90/ESB um búnað um borð í skipum að því er varðar gildandi staðal fyrir prófunarstofur sem samræmismatsstofur nota fyrir búnað um borð í skipum. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 347/2021 frá 10. desember 2021. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 10, frá 17. febrúar 2022, bls. 814-815.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. mgr. 24. gr. skipalaga nr. 66/2021 og öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 18. maí 2022.

 

F. h. r.

Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Eggert Ólafsson.


B deild - Útgáfud.: 27. maí 2022