Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 586/2023

Nr. 586/2023 30. maí 2023

REGLUR
um skilgreiningar og viðmið vegna evrópskra langtímafjárfestingarsjóða.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um evrópska langtímafjárfestingarsjóði og rekstraraðila þeirra sem hafa stað­festu eða eru markaðssettir hér á landi samkvæmt lögum nr. 115/2022 um evrópska langtíma­fjárfestingarsjóði. Reglurnar mæla fyrir um nánari framkvæmd reglugerðar (ESB) 2015/760 um evrópska langtímafjárfestingarsjóði.

 

2. gr.

Afleiður til áhættuvarna.

Um viðmið um þær aðstæður þar sem fjármálaafleiður þjóna eingöngu þeim tilgangi að vera vörn gegn áhættu sem er innbyggð í fjárfestingar sjóðs, sbr. 9. gr. reglugerðar (ESB) 2015/760, fer eftir framseldri reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) 2018/480, sbr. 6. gr.

 

3. gr.

Nægilegur líftími evrópsks langtímafjárfestingarsjóðs.

Um það við hvaða aðstæður líftími evrópsks langtímafjárfestingarsjóðs telst nægjanlega langur til að ná yfir lífsferil hverrar einstakrar eignar sjóðsins, sbr. 18. gr. reglugerðar (ESB) 2015/760, fer eftir framseldri reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) 2018/480, sbr. 6. gr.

 

4. gr.

Viðmiðanir fyrir mat á markaði fyrir hugsanlega kaupendur
og viðmiðanir fyrir mat á virði eigna sem á að losna við.

Um þær viðmiðanir sem nota skal við mat á markaði fyrir mögulega kaupendur og verðmat á þeim eignum sem á að losa um, sbr. 21. gr. reglugerðar (ESB) 2015/760, fer eftir framseldri reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) 2018/480, sbr. 6. gr.

 

5. gr.

Skilgreining á aðstöðu sem standa skal almennum fjárfestum til boða.

Um tegundir og einkenni á aðstöðu fyrir almenna fjárfesta, sbr. 26. gr. reglugerðar (ESB) 2015/760, fer eftir framseldri reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) 2018/480, sbr. 6. gr.

 

6. gr.

Innleiðing reglugerðar.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/480 frá 4. desember 2017, um tæknilega eftirlitsstaðla að því er varðar fjármála­afleiðu­gerninga sem hafa þann eina tilgang að verja gegn áhættu, nægilegan líftíma evrópsku langtíma­fjárfestingar­sjóðanna, viðmiðanir fyrir mat á markaðnum fyrir hugsanlega kaupendur og virði eignanna sem á að losna við og tegundir og einkenni aðstöðunnar sem stendur almennum fjárfestum til boða. Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndar­innar nr. 19/2020 frá 7. febrúar 2020. Reglugerðin er birt í EES-við­bæti við Stjórnar­­tíðindi Evrópu­sambandsins nr. 37 frá 27. maí 2021, bls. 25-29.

 

7. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 1. mgr. 15. gr. laga nr. 115/2022 um evrópska lang­tímafjárfestingarsjóði, öðlast þegar gildi.

 

Seðlabanka Íslands, 30. maí 2023.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Gísli Óttarsson
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 14. júní 2023