Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 50/2016

Nr. 50/2016 26. janúar 2016

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 153/2010 um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands.

1. gr.

Í stað tölunnar „100“ í lok 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. kemur: 90.

2. gr.

Í stað orðanna „100 nemendur að hámarki“ í 1. málsl. 3. mgr. 5. gr. kemur: 120 nemendur að hámarki.

3. gr.

Í stað tölunnar „7“ í lok 1. mgr. 7. gr. a. kemur: 8.

4. gr.

Á eftir 8. gr. bætist við ný grein, 8. gr. a., sem ásamt fyrirsögn orðast svo:

Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar lyfjafræðideildar.

Fjöldi nemenda á 1. námsári til MS-prófs í klínískri lyfjafræði takmarkast við töluna 2. Ef þeir sem sækja um að hefja námið, og uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn mun val nemenda byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum:

  1. Röðun einkunna nemenda í námskeiðum og/eða aðaleinkunnar í MS-prófi í lyfjafræði.
  2. Námi að loknu BS-prófi í lyfjafræði.
  3. Birtingum í ritrýndum tímaritum.
  4. Meðmælabréfum.
  5. Viðtölum ef þurfa þykir.
  6. Inntökuprófi ef þurfa þykir.

Sérstök inntökunefnd lyfjafræðideildar annast val nemenda.

5. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fengnum tillögum fræðasviða og deilda háskólans, eru settar samkvæmt heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi og verður 3. gr. reglnanna beitt strax en 1., 2. og 4. gr. verður beitt frá og með háskólaárinu 2016-2017.

Háskóla Íslands, 26. janúar 2016.

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 27. janúar 2016