1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki sem reikna út eiginfjárgrunn, eiginfjárkröfur, stórar áhættuskuldbindingar, vogunarhlutfall, lausafjárhlutfall og hlutfall stöðugrar fjármögnunar í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
2. gr.
Tíðni og form gagnaskila fjármálafyrirtækja.
Fjármálafyrirtæki, sem skylt er að veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar í samræmi við 7. hluta A reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sbr. 1. gr. c laga nr. 161/2002, skal skila gögnum á því formi sem mælt er fyrir um í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/451, með síðari breytingum, sbr. 3. gr. Gögnum skal skila með þeirri tíðni sem tilgreind eru í reglugerðinni.
Sértækum gögnum um markaðsáhættu skal skila í samræmi við reglugerð (ESB) 2021/453, sbr. 3. gr.
3. gr.
Innleiðing reglugerða.
Með vísan til 2. gr. gilda eftirtaldar reglugerðir hér á landi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/451 frá 17. desember 2020, um tæknilega framkvæmdarstaðla fyrir beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar skýrslugjöf stofnana til eftirlitsyfirvalda og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 680/2014, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 301/2021 frá 29. október 2021.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/453 frá 15. mars 2021 um tæknilega framkvæmdarstaðla fyrir beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar sérstakar skýrslugjafarkröfur fyrir markaðsáhættu, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 301/2021 frá 29. október 2021.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/185 frá 10. febrúar 2022 um leiðréttingu á tungumálaútgáfum reglugerðar (ESB) 2021/451 um tæknilega framkvæmdarstaðla fyrir beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar skýrslugjöf stofnana til eftirlitsyfirvalda og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 680/2014, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/2022 frá 10. júní 2022.
Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 57/2015, vísar Seðlabanki Íslands til birtingar enskrar útgáfu af reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/451, 2021/453 og 2022/185 í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins (e. Official Journal of the European Union):
- https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32021R0451, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 97, þann 19. mars 2021, bls. 1-1955;
- https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32021R0453, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 89, þann 16. mars 2021, bls. 3-14;
- https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32022R0185, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 30, þann 11. febrúar 2022, bls. 5-6.
4. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 73., 79. og 80. tölul. 2. mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, öðlast þegar gildi. Við gildistöku þeirra falla úr gildi reglur nr. 751/2021 um gagnaskil fjármálafyrirtækja.
Seðlabanka Íslands, 7. október 2022.
|
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. |
Rannveig Júníusdóttir framkvæmdastjóri. |
|