Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 290/2019

Nr. 290/2019 26. mars 2019

AUGLÝSING
um samþykkt á nýju deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt nýja deiliskipulagsáætlun sem hér segir:

Þingvallavegur í Mosfellsdal.
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu 2 hringtorga á Þingvallaveginum, annars vegar við gatnamót Helgadalsvegar og hins vegar við Æsustaðaveg og Mosfellsveg. Gert er ráð fyrir að þessi fram­kvæmd muni leiða til þess að meðalhraðinn muni lækka og að í kjölfarið verði hægt að fækka teng­ingum við Þingvallaveg á þessum vegakafla. Ætla má að með lægri meðalhraða og færri veg­teng­ingum dragi úr slysahættu og hljóðmengun. Sérstaklega er hugað að öruggum göngu­leiðum fyrir börn á leið í og úr skóla og ráðstöfunum til að draga úr hraðakstri.

Ofangreint deiliskipulag hefur hlotið meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 26. mars 2019,

Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 27. mars 2019