1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um rekstraraðila sem reka eða markaðssetja einn eða fleiri sérhæfða sjóði hér á landi eða í öðrum ríkjum innan EES, án tillits til rekstrarforms rekstraraðila, rekstrarforms sérhæfðra sjóða og þess hvort þeir eru opnir eða lokaðir, sbr. lög nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
2. gr.
Ákvörðun á tegundum rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Við ákvörðun á tegundum rekstraraðila sérhæfðra sjóða skal rekstraraðili fara eftir ákvæðum reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 694/2014 frá 17. desember 2013, sbr. 3. gr. þessara reglna.
3. gr.
Innleiðing framseldrar reglugerðar.
Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 694/2014 frá 17. desember 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um ákvörðun á tegundum rekstraraðila sérhæfðra sjóða, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 202/2016 þann 30. september 2016, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 13 frá 30. september 2016, bls. 36-41. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 694/2014 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57, þann 13. október 2016, bls. 532:
https://www.efta.int/sites/default/files/documents/legal-texts/eea/other-legal-documents/solr/translated-legal-acts/icelandic/i32014R0694.pdf.
4. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar eru settar með heimild skv. 5. tl. 2. mgr. 117. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða nr. 45/2020. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Seðlabanka Íslands, 20. ágúst 2020.
|
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. |
Rannveig Júníusdóttir framkvæmdastjóri. |
|