Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 561/2016

Nr. 561/2016 22. júní 2016

GJALDSKRÁ
fyrir hirðu og eyðingu sorps í Akraneskaupstað.

1. gr.

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar er heimilt að leggja á sérstakt sorphreinsunar- og sorpeyð­ingar­gjald með vísan til samþykktar um meðhöndlun úrgangs á Akranesi nr. 1231/2005.

2. gr.

Gjöldin greiðast árlega sem hér greinir:

  2.1 Íbúðir, íbúðarhúsnæði, kr. 16.336 á íbúð í sorphreinsunargjald miðað við tvær sorp­tunnur. Húseigendum eru í upphafi afhentar tvær 240 l sorptunnur (ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað sorp).
  2.2 Íbúðir, íbúðarhúsnæði, kr. 13.931 á íbúð í sorpeyðingargjald miðað við tvær sorptunnur (ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað sorp).
  2.3 Húsfélög geta fengið 660 l eða 1.100 l sorpílát, í stað 240 l sorptunna. Sorptunnur sem skilað er inn til að fá stærri sorpílát þurfa að vera a.m.k. með samtals sömu lítratölu og þau sorpílát sem koma í staðinn. Endurnýjun sorpíláta er á kostnað húseigenda.

Gjöldin innheimtast með fasteignagjöldum sem að jafnaði eru innheimt á tímabilinu janúar til og með október ár hvert.

3. gr.

Vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. apríl 2016 verða gjöld ársins 2016 endurálögð miðað við eftirfarandi forsendur:

A. Gjöld vegna tímabilsins janúar til og með júní 2016 hafa verið ákvörðuð að nýju til samræmis við áður gildandi gjaldskrá nr. 556/2015:
  3.1 Íbúðir, íbúðarhúsnæði, kr. 1.610 á mánuði á íbúð í sorphreinsunargjald miðað við tvær sorp­tunnur (ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað sorp).
  3.2 Íbúðir, íbúðarhúsnæði, kr. 1.373 á mánuði á íbúð í sorpeyðingargjald miðað við tvær sorptunnur (ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað sorp).
B. Gjöld vegna tímabilsins júlí til og með desember 2016, sem innheimt verða á tímabilinu júlí til og með október 2016, verða eftirfarandi:
  3.3 Íbúðir, íbúðarhúsnæði, kr. 1.669 á mánuði, júlí til og með október 2016, á íbúð í sorp­hreins­unargjald miðað við tvær sorptunnur (ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað sorp).
  3.4 Íbúðir, íbúðarhúsnæði, kr. 1.423 á mánuði, júlí til og með október 2016, á íbúð í sorpeyð­ingar­gjald miðað við tvær sorptunnur (ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað sorp).

 

Í samræmi við ákvæði laga nr. 29/1995, um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda, skal endur­álagning vegna tímabilsins janúar til og með júní 2016, ásamt vöxtum í samræmi við ákvæði lag­anna, dregin frá eftirstöðvum álagningar vegna tímabilsins júlí til og með desember 2016 eða endur­greidd við gildistöku gjaldskrár þessarar hafi gjöldin vegna ársins verið greidd í heild.

4. gr.

Gjaldskrá þessi, sem er samin og samþykkt af bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 22. júní 2016, staðfestist hér með samkvæmt 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Breyting þessi öðlast þegar gildi. Um leið fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1204/2015 fyrir hirðu og eyðingu sorps í Akraneskaupstað.

Akranesi, 22. júní 2016.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 24. júní 2016