Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 41/2024

Nr. 41/2024 9. janúar 2024

GJALDSKRÁ
fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð.

1. gr.

Sveitarstjórn Dalabyggðar er heimilt, í samræmi við 11. gr. samþykktar nr. 845/2021 um með­höndlun úrgangs í Dalabyggð, að innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð.

 

2. gr.

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur ákveðið að sorpgjald á hvert heimili í sveitarfélaginu og einbýlis­hús í þéttbýli á árinu 2024 verði kr. 94.660 og sorpgjald á hvert frístundahús og einbýlishús í dreifbýli þar sem ekki er heimili verði kr. 42.882.

Íbúar geta óskað eftir að fá fleiri sorpílát að heimilum sínum og greiða þá fyrir sorpílát fyrir almennan úrgang 47.143 kr. og fyrir sorpílát fyrir endurvinnsluúrgang 39.060 kr.

Ofangreind gjöld skulu innheimt samhliða fasteignagjöldum.

 

3. gr.

Allir fasteignaeigendur í Dalabyggð taka þátt í föstum kostnað við meðhöndlun úrgangs af rekstri grenndar- og söfnunarstöðvar (gámasvæðis) sem veitir gjaldfrjálsan aðgang að gáma­svæði Dala­byggðar með úrgang sem skilgreindur er gjaldfrjáls sem og úrgang sem ber úrvinnslu­gjald.

 

4. gr.

Gjaldskrá söfnunarstöðvar í Búðardal verður með eftirfarandi hætti frá og með 1. febrúar 2024:

Gjaldtaka á söfnunarstöð miðast við rúmmál (m³) þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald til Úrvinnslusjóðs. Móttökugjald á einn m³ af flokkuðum eða óflokkuðum úrgangi er 5.200 kr. Starfs­maður stöðvar magnmælir úrgang sem hleypur á 0,25 m³, greitt er fyrir þann úrgang á staðnum. Ekki er innheimt fyrir úrgang undir 0,25 m³.

Eftirfarandi flokkar eru gjaldfrjálsir:

  1. Spilliefni, rafeindabúnaður, raftæki, rafhlöður og ljósaperur.
  2. Bylgjupappi, pappír, umbúðaplast – móttaka í lúgu allan sólarhringinn.
  3. Glerkrukkur og málmumbúðir (niðursuðudósir o.s.frv.) – móttaka í lúgu allan sólarhringinn.
  4. Rúlluplast, hjólbarðar, kertaafgangar og fatnaður.
  5. Brotajárn og málmar.

Úrgangur skal vera flokkaður við komu á söfnunarstöð svo hægt sé að aðgreina gjaldskyldan úrgang frá öðrum og magnmæla.

 

5. gr.

Gjaldskrá þessi sem var samþykkt af sveitarstjórn Dalabyggðar 7. desember 2023 staðfestist hér með samkvæmt 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 102/2023. Breytingartillaga var samþykkt á fundi byggðarráðs 8. janúar 2024.

 

Búðardal, 9. janúar 2024.

 

Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 23. janúar 2024