Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1512/2021

Nr. 1512/2021 9. desember 2021

GJALDSKRÁ
fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Múlaþingi.

1. gr.

Árlegt þjónustugjald vegna meðhöndlunar og förgunar úrgangs í Múlaþingi, til að standa undir kostnaði, er sem hér segir:

A. Á hverja íbúð í þéttbýli og á lögbýli, eða íbúðarhús utan þéttbýlis greiðist þjónustugjald:
  Söfnunargjald kr. 23.393
  Förgunargjald kr. 10.021
  Samtals: kr. 33.413
  Íbúar sem ekki njóta þjónustu eins og kveðið er á um í B. lið fá 25% afslátt.
  Íbúar sem ekki hafa tunnur eins og kveðið er á um í B. lið fá afhenta eina rúllu af ruslapokum.
   
B. Rúmmál íláta og tíðni losunar frá íbúðarhúsnæði:
  Þéttbýli:
  Brún tunna 120 l Hálfsmánaðarlega á sumrin en annars mánaðarlega
  Grá tunna 240 l Mánaðarlega
  Græn tunna 240 l Mánaðarlega
  Dreifbýli:  
  Jarðgerðartunna Ekki losuð
  Grá tunna 240 l Mánaðarlega
  Grænt kar 660 l Á tveggja mánaða fresti
  Sjá nánar á sorphirðudagatölum.
   
C. Á hvert frístundahús (sumarbústaðir o.þ.h.) og trillu, greiðist þjónustugjald 30% af fullu gjaldi (kr. 33.413) enda geti notendur þeirra losað sig við úrgang á gámasvæðum á vegum sveitar­félagsins eða í reglubundinni söfnunarferð sorpbíls á vegum sveitarfélagsins, þar sem aðstæður leyfa og þá samkvæmt sérstöku samkomulagi. Íbúar með lögheimili í sveitar­félaginu, sem greiða fullt þjónustugjald af íbúðarhúsnæði sem þeir búa í, greiða hvorki söfnunar- né förgunargjald af frístundahúsum sínum eða trillum sem þeir nýta sjálfir.
   
D. Á hvert frístundahús (sumarbústaðir o.þ.h.) sem nýtur fullrar þjónustu frá fyrstu skipulögðu losun eftir 1. maí til síðustu skipulögðu losunar fyrir 30. september greiðist þjónustugjald sem nemur 50% af fullu gjaldi.
  Ábending: Fyrir frístundahús í eigu aðila sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu greiðist þjón­ustu­gjald ef frístundahúsin eru leigð út til þriðja aðila, t.d. ferðamanna.
   
E. Auk gámasvæða á Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði verður gámasvæði opið við sumar­bústaðahverfi með yfir 20 bústöðum yfir mesta ferðamannatímann skv. 6. gr. reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs.
   
F. Óski greiðendur eftir fleiri ílátum skal greiða fyrir:
  Grá tunna 240 l kr. 12.000 á ári
  Græn tunna 240 l kr.   2.100 á ári
  Brún tunna 120 l kr.   2.100 á ári

 

2. gr.

Gjald fyrir meðhöndlun og urðun úrgangs samkvæmt 1. gr. skal innheimta með fasteigna­gjöldum.

 

3. gr.

Gjald fyrir úrgang sem komið er með á urðunarstað:

Óflokkað kr./kg án vsk. kr./kg með vsk.
Grófur óflokkaður úrgangur 31,85 39,50
Úrgangur sem þarf að flokka og vinna sérstaklega fyrir förgun og aðra meðhöndlun. Dæmi: teppi, dýnur, kaðlar, húsgögn, jarðvegur.    
Blandaður úrgangur 27,82 34,50
Að mestu úrgangur sem fer ekki í skilgreindan endurvinnsluferil og þarfnast ekki sérstakrar með­höndlunar fyrir förgun.    
     
Flokkað    
Kjöt og sláturúrgangur 23,39 29

 

4. gr.

Gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðvar á Egilsstöðum:

Meðhöndlun kr./klst. án vsk. kr./klst. með vsk.
Tímavinna við flokkun og frágang 5.806 7.200
Vigtunargjald 2.016 2.500
     
Óflokkað kr./kg án vsk. kr./kg með vsk.
Grófur óflokkaður úrgangur 55,65 69
Úrgangur sem þarf að flokka og vinna sérstaklega fyrir förgun og aðra meðhöndlun. Sem dæmi: teppi, dýnur, kaðlar, húsgögn, jarðvegur.    
Blandaður úrgangur 50 62
Að mestu úrgangur sem fer ekki í skilgreindan endurvinnsluferil og þarfnast ekki sérstakrar með­höndl­unar fyrir förgun.    
     
Flokkað kr./kg án vsk. kr./kg með vsk.
Endurvinnanlegt timbur 18,15 22,50
Hreint, ekki litað eða fúavarið    
Óendurvinnanlegt timbur 50 62
Litað, plasthúðað, spónaplötur o.þ.h.    
Lífrænn úrgangur til jarðgerðar 27,82 34,50
Tekið er við lífrænum úrgangi á söfnunarstöð á þriðju­dögum    
Kjöt og sláturúrgangur 27,82 34,50
Heimilistæki o.fl. 0 0
Bylgjupappi, dagblöð, tímarit, skrifstofupappír    
og annar pappír ótækur til endurvinnslu 50 62
Plast til endurvinnslu 0 0
Bylgjupappi sem er tækur til endurvinnslu 0 0
Dagblöð, tímarit, skrifstofupappír og annar pappír tækur til endurvinnslu 0 0
Garðaúrgangur án aðskotahluta 0 0
     
Gjaldskrá vegna spilliefna og spilliefnamengaðs úrgangs o.þ.h. sem úrvinnslugjald er ekki lagt á:    
Olíuúrgangur s.s. ódælanlegur úrgangur og 22,58 28
olíumengaður jarðvegur, tvistur o.fl.    
Ýmis spilliefni, s.s. málning, lyf, sprautunálar, 95,97 119
flugeldar, úðabrúsar.    
Umbúðir spilliefnamerktar eða –mengaðar > 100 l 7.903 kr./stk. 9.800 kr./stk.
Umbúðir spilliefnamerktar eða –mengaðar < 100 l 2.097 kr./stk. 2.600 kr./stk.

 

5. gr.

Gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðva á Djúpavogi og Seyðisfirði:

Móttökugjöld fyrir einstaka farma:  
0,00 – 0,25 m³ 1.850 kr.
0,25 – 0,5 m³ 3.710 kr.
0,50 – 0,75 m³ 5.560 kr.
0,75 – 1,00 m³ 7.410 kr.

Tekið er á móti úrgangi sem úrvinnslugjald er lagt á, án endurgjalds.

 

6. gr.

Íbúar í Múlaþingi fá afhent klippikort (eitt kort á hvert húsnæði sem greitt er af fullt sorp­hirðugjald) sem gerir þeim mögulegt að afhenda allt að 4 m³ (á móttökustöðvum á Djúpavogi og Seyðisfirði) eða 640 kg (á móttökustöð á Egilsstöðum) af úrgangi á ári.

Ef íbúar fullnýta kortið er hægt að kaupa nýtt kort á söfnunarstöðvum sveitarfélagsins (gáma­völlum) eða bæjarskrifstofum Múlaþings og kostar það 27.000 kr.

 

7. gr.

Starfsmaður söfnunarstöðvar ákveður, að fenginni lýsingu úrgangshafa, í hvaða flokk úrgangur fellur skv. gjaldskránni.

Flutningsaðilar á úrgangi á móttökustað ábyrgjast greiðslu gjalda skv. gjaldskrá eða gera grein fyrir með óyggjandi hætti, almennt eða í einstöku tilfelli, hver sé ábyrgur úrgangshafi hvers farms.

 

8. gr.

Sveitarstjórn Múlaþings er heimilt að gera sérstaka samninga um móttöku úrgangs og aðra þjónustuþætti, þegar um er að ræða afmarkaðri eða víðtækari þjónustu en gjaldskrá tekur til.

 

9. gr.

Verði vanskil á greiðslu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari er hægt að innheimta gjöld með fjár­námi hjá úrgangshafa án undangengins dóms, sbr. lokamálslið 4. mgr. 23. gr. laga um með­höndlun úrgangs nr. 55/2003 með síðari breytingum, sbr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1989. Gjöld eru tryggð með lögveðs­rétti í viðkomandi fasteign í tvö ár eftir gjalddaga, sbr. lokamgr. 59. gr. laga um hollustu­hætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 með síðari breytingum.

 

10. gr.

Gjaldskrá þessi, er samin og samþykkt af umhverfis- og framkvæmdaráði og staðfest af sveitar­stjórn Múlaþings 8. desember 2021, með stoð í samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi nr. 1202/2021, sbr. 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, og 23. gr. laga um með­höndlun úrgangs, nr. 55/2003.

Gjaldskrá þessi tekur gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Múlaþingi nr. 1385/2020.

 

Egilsstöðum, 9. desember 2021.

 

Björn Ingimarsson sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 23. desember 2021