Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1642/2021

Nr. 1642/2021 29. desember 2021

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 162/2021.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna „ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 238/2019 frá 27. september 2019“ í inngangsmálslið greinarinnar kemur: ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 238/2019 frá 27. september 2019 og nr. 388/2021 frá 10. desember 2021.
  2. Við greinina bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
    1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1847 frá 14. október 2021 um tilgreiningu á lögboðinni viðmiðun til að taka við af tilteknum útgáfum af CHF LIBOR-vöxtum, sem er birt í fylgiskjali með reglugerð þessari.
    2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1848 frá 21. október 2021 um tilgreiningu á viðmiðun til að taka við af millibankadagvöxtum í evrum, sem er birt í fylgiskjali með reglugerð þessari.

 

2. gr.

Við reglugerðina bætast tvö ný fylgiskjöl sem eru birt með reglugerð þessari.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 13. gr. laga um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 7/2021, öðlast gildi 1. janúar 2022. Þó skal síðari töluliður b-liðar 1. gr ekki öðlast gildi fyrr en 3. janúar 2022.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 29. desember 2021.

F. h. fjármála- og efnahagsráðherra,

Guðrún Þorleifsdóttir.

Gunnlaugur Helgason.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 30. desember 2021