Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 210/2020

Nr. 210/2020 7. mars 2020

AUGLÝSING
um deiliskipulagsmál í Akraneskaupstað.

Skógarhverfi, 4. áfangi.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 25. febrúar 2020 deiliskipulag Skógarhverfis, 4. áfanga. Skipulagssvæðið afmarkast af Ketilsflöt í suðri, í vestri af Þjóðbraut, Asparskógum til austurs og skógræktarsvæði til norðurs. Gert er ráð fyrir lágri þéttri byggð fjölbýlishúsa og einu fjölbýlishúsi allt að fimm hæða nyrst á skipulagssvæðinu.
Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið öðlast þegar gildi.

Skógarhverfi, áfangi 3B.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 25. febrúar 2020 deiliskipulag Skógarhverfis, áfanga 3B. Skipulagssvæðið afmarkast af Asparskógum og Lækjarskógum til vesturs, í suðri af Álfalundi og opnu óbyggðu svæði, Garðalandi. Skipulagssvæðið er 3,5 ha þ.a. skólalóð 29.558 m² að stærð. Gert er ráð fyrir stofnunum/skólabyggingum s.s. leikskóla, grunnskóla og íþróttahúsi sem byggð verða í áföngum.
Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið öðlast þegar gildi.

 

Akranesi, 7. mars 2020.

 

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri.


B deild - Útgáfud.: 12. mars 2020