Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1425/2021

Nr. 1425/2021 10. desember 2021

REGUR
um beitingu stöðutakmarkana á hrávöruafleiður og óbeint stöðustofnunarfyrirkomulag.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um nánari framkvæmd laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga hvað varðar:

  1. Beitingu stöðuhámarka á hrávöruafleiður, skv. 98., 99. og 100. gr. laganna.
  2. Óbeint stöðustofnunarfyrirkomulag, skv. 30. gr. MiFIR.

 

2. gr.

Tilvísanir.

Endurtryggingafélag með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2005/68/EB: Tilvísanir í reglum þessum til endurtryggingafélags með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2005/68/EB skal skilja sem tilvísanir til vátryggingafélags með starfsleyfi í endurtryggingum skv. lögum nr. 100/2016 um vátrygg­ingastarfsemi.

Hrávöruafleiður skv. 10. lið bálks C í I. viðauka MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til hrávöru­afleiða sem skilgreindar eru í 10. lið bálks C í I. viðauka við tilskipun 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til hrávöruafleiða skv. g-lið 2. töluliðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Hrávöruafleiður skv. c-lið 44. liðar 1. mgr. 4. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til hrávöru­afleiða sem skilgreindar eru í c-lið 44. liðar 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til hrávöruafleiða skv. c-lið 63. töluliðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Lánastofnun með starfsleyfi í samræmi við CRD IV: Tilvísanir í reglum þessum til lánastofnunar með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2013/36/ESB skal skilja sem tilvísanir til lánastofnunar með starfsleyfi skv. lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lífeyrissjóður með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2003/41/EB: Tilvísanir í reglum þessum til stofnunar um starfstengdan lífeyri í skilningi a-liðar 6. gr. tilskipunar 2003/41/EB skal skilja sem tilvísanir til lífeyrissjóðs með starfsleyfi skv. lögum nr. 78/2007 um starfstengda lífeyrissjóði.

Líftryggingafélag með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2002/83/EB: Tilvísanir í reglum þessum til líftryggingafélags með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2002/83/EB skal skilja sem tilvísun til vátryggingafélags með starfsleyfi í líf- og heilsutryggingum skv. lögum nr. 100/2016 um vátrygg­inga­­starfsemi.

Setning stöðuhámarks fyrir hrávöruafleiðusamning skv. 4. mgr. 57. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til setningar stöðuhámarks fyrir hrávöruafleiðusamning sem um getur í 4. mgr. 57. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til setningar stöðuhámarks skv. 98. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Sérhæfður sjóður skv. AIFMD: Tilvísanir í reglum þessum til sérhæfðs sjóðs (AIF) sem er stýrt af rekstraraðila sérhæfðra sjóða sem hefur starfsleyfi eða er skráður í samræmi við tilskipun 2011/61/ESB skal skilja sem tilvísanir til sérhæfðs sjóðs (AIF) sem er stýrt af rekstraraðila sérhæfðra sjóða með starfsleyfi skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Undanþága skv. 1. mgr. 57. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til undanþágu sem um getur í öðrum undirlið 1. mgr. 57. gr. tilskipunar 2014/65/ESB sem ófjárhagslegur aðili með stöðu í hrávöru­afleiðu sem telst draga úr áhættu skal sækja um skal skilja sem tilvísanir til undanþágu skv. 2. mgr. 98. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Vátryggingafélag með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 73/239/EBE: Tilvísanir í reglum þessum til vátryggingafélags með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 73/239/EBE skal skilja sem tilvísanir til vátryggingafélags með starfsleyfi í skaðatryggingum skv. lögum nr. 100/2016 um vátrygginga­starfsemi.

Verðbréfafyrirtæki með starfsleyfi í samræmi við MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til verðbréfa­fyrirtækis með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til verðbréfafyrirtækis með starfsleyfi skv. lögum nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Verðbréfafyrirtæki sem eru viðskiptavakar í samræmi við 7. lið 1. mgr. 4. gr. MiFID II: Tilvís­anir í reglum þessum til verðbréfafyrirtækja sem eru viðskiptavakar í samræmi við 7. lið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til verðbréfafyrirtækja sem eru viðskiptavakar skv. 67. tölulið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Verðbréfasjóður með starfsleyfi í samræmi við UCITS: Tilvísanir í reglum þessum til verðbréfa­sjóðs (UCITS) og rekstrarfélags hans með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2009/65/EB skal skilja sem tilvísanir til verðbréfasjóðs (UCITS) og rekstrarfélags hans með starfsleyfi skv. lögum nr. 116/2021 um verðbréfasjóði.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72 frá 11. nóvember 2021, bls. 248-260 og 273-279, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 88 frá 31. október 2019, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahags­svæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/591 frá 1. desember 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir beitingu stöðuhámarka á hrávöruafleiður.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2154 frá 22. september 2017 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um óbeint stöðustofnunarfyrirkomulag.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 6. mgr. 98. gr., 5. mgr. 99. gr., 4. mgr. 100. gr. og 22. tölulið 2. mgr. 145. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga, taka gildi þegar í stað.

 

Seðlabanka Íslands, 10. desember 2021.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 10. desember 2021