Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1606/2021

Nr. 1606/2021 14. desember 2021

GJALDSKRÁ
fyrir hunda- og kattahald í Fjallabyggð.

1. gr.

Af hundum og köttum í Fjallabyggð skal Fjallabyggð innheimta gjald samkvæmt gjaldskrá þessari, sem ætlað er að standa undir kostnaði við framkvæmd samþykktar nr. 631/2012 um hunda­hald í Fjallabyggð og samþykktar nr. 636/2012 um kattahald í Fjallabyggð.

 

2. gr.

Hundaleyfisgjald greiðist árlega 13.470 kr. á hvern hund.

Kattaleyfisgjald greiðist árlega 11.780 kr. á hvern kött.

Innifalinn í leyfisgjaldi er sá kostnaður sem verður vegna umfjöllunar, umsýslu, auglýsinga, skrán­ingar, heilbrigðisskoðunar dýralæknis, ormahreinsunar og aflesara. Allur annar kostnaður sem til fellur vegna hunda og katta, skal greiddur af leyfishafa.

Um vexti af vangreiddum gjöldum samkvæmt gjaldskrá þessari gilda almennar reglur. Um inn­heimtu gjalda fer samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.

 

3. gr.

Handsömunargjald, samkvæmt 11. gr. samþykktar nr. 631/2012 um hundahald í Fjallabyggð og 14. gr. samþykktar nr. 636/2012 um kattahald í Fjallabyggð, skal vera 6.940 kr. Ef vista þarf hund eða kött yfir nótt, skal greiða vörslugjald að fjárhæð 1.150 kr. fyrir hvern dag umfram fyrsta sólar­hringinn. Að auki skal greiða allan útlagðan kostnað Fjallabyggðar vegna hunds eða kattar.

Eigandi hunds eða kattar getur fengið hann afhentan, að aflokinni skráningu og gegn framvísun á staðfestingu fyrir greiðslu handsömunargjalds auk annars áfallins kostnaðar vegna brotsins.

 

4. gr.

Gjaldskrá þessa skal bæjarstjórn taka til endurskoðunar við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.

 

5. gr.

Ofangreind gjaldskrá var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 1. desember 2021 á grundvelli 59. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og öðlast hún gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1351/2020 fyrir hunda- og katta­hald í Fjalla­byggð.

Samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 1. desember 2021.

 

Fjallabyggð, 14. desember 2021.

 

Elías Pétursson bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 29. desember 2021