1. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði, 2. gr. b, svohljóðandi:
Borðbúnaður, eldhúsbúnaður, önnur búsáhöld og baðbúnaður, úr plasti, sem hafa tollnúmer 3924.1090 og upprunnin eru í Alþýðuveldinu Kína eða yfirráðasvæði þess, skulu sæta sömu skilyrðum og takmörkunum sem fram koma í reglugerð (ESB) nr. 284/2011.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995, um matvæli, með síðari breytingum.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 26. maí 2021.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
|