Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1009/2017

Nr. 1009/2017 21. nóvember 2017

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 627/2005, um ákvörðun kílómetragjalds og skyldur ökumanna.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Vegna ákvörðunar kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds á árunum 2017 og 2018 er ríkis­skattstjóra heimilt að gefa út akstursbók, skv. 15. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kíló­metra­gjald, í formi eyðublaða. Skráning upplýsinga skv. 7. gr. reglugerðarinnar á slík eyðublöð telst fullgild skráning í akstursbók. Um skráningu, varðveislu og aflestur eyðublaðanna gilda eftir því sem við geta átt þær reglur sem við eiga um skráningu, varðveislu og aflestur akstursbókar.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild 3. mgr. 23. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu kílómetragjalds og sér­staks kílómetragjalds 2017.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 21. nóvember 2017.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Benedikt S. Benediktsson.


B deild - Útgáfud.: 23. nóvember 2017