Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 383/2018

Nr. 383/2018 3. apríl 2018

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 260/2012, um úðabrúsa, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka reglugerðarinnar:

a) Liður 2.2. orðast svo:

2.2. Áletranir.

Með fyrirvara um ákvæði efnalaga, nr. 61/2013, með síðari breytingum, skulu eftirfarandi áletranir vera á öllum úðabrúsum með skýrum, læsilegum og óafmáanlegum stöfum:

    1. Ef úðaefnið flokkast sem „óeldfimt“ samkvæmt viðmiðunum í lið 1.9.: viðvör­unar­orðið „varúð“ og önnur merkingaratriði fyrir úðabrúsa í 3. undirflokki sem kveðið er á um í töflu 2.3.1. í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 52 frá 20. sept­ember 2012, 2012/EES/52/01, bls. 1-1355.
    2. Ef úðaefnið flokkast sem „eldfimt“ samkvæmt viðmiðunum í lið 1.9.: viðvörunarorðið „varúð“ og önnur merkingaratriði fyrir úðabrúsa í 2. undirflokki sem kveðið er á um í töflu 2.3.1. í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 52 frá 20. september 2012, 2012/EES/52/01, bls. 1-1355.
    3. Ef úðaefnið flokkast sem „afar eldfimt“ samkvæmt viðmiðunum í lið 1.9.: viðvör­unar­orðið „hætta“ og önnur merkingaratriði fyrir úðabrúsa í 1. undirflokki, sem kveðið er á um í töflu 2.3.1. í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 52 frá 20. sept­ember 2012, 2012/EES/52/01, bls. 1-1355.
    4. Ef úðabrúsinn er neysluvara: varnaðarsetningin V102 sem kveðið er á um í töflu 6.1. í 1. hluta IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 52 frá 20. september 2012, 2012/EES/52/01, bls. 1-1355.
    5. Viðbótarvarúðarráðstafanir, sem vekja athygli neytenda á sérstakri hættu, sem varan hefur í för með sér og þegar úðabrúsa fylgja sérstakar notkunarleiðbeiningar skulu slíkar varúðarráðstafanir einnig koma fram í þeim.

b) Liður 3.1.2. orðast svo:

Þrýstingur í úðabrúsanum við 50°C skal ekki fara yfir gildin sem kveðið er á um í eftirfarandi töflu, að teknu tilliti til innihalds lofttegunda í úðabrúsanum:

INNIHALD LOFTTEGUNDA Þrýstingur við 50°C
Fljótandi lofttegund eða blanda lofttegunda sem hafa sprengisvið í andrúmslofti við 20°C og staðalþrýsting upp á 1,013 bör 12 bör
Fljótandi lofttegund eða blanda lofttegunda sem hafa ekki sprengi­svið í andrúmslofti við 20°C og staðalþrýsting upp á 1,013 bör 13,2 bör
Þjappaðar lofttegundir eða lofttegundir sem eru uppleystar undir þrýstingi sem hafa ekki sprengisvið í andrúmslofti við 20°C og staðalþrýsting upp á 1,013 bör 15 bör

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 3. gr., 34., 38., 47. og 48. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins til innleiðingar á tilskipun 2016/2037/ESB um breytingu á tilskipun ráðsins 75/324/EBE að því er varðar leyfilegan hámarksþrýsting í úðabrúsum og til þess að aðlaga ákvæði hennar um merkingu að reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) 1272/2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, sem vísað er til í 1. tölul. VIII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 10/2018.

Velferðarráðuneytinu, 3. apríl 2018.

Ásmundur Einar Daðason 
félags- og jafnréttismálaráðherra.

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 17. apríl 2018