Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1289/2016

Nr. 1289/2016 20. desember 2016

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 590/2015 um skipulag, úthlutun og notkun númera, númeraraða og vistfanga á sviði fjarskipta.

1. gr.

Breyting er gerð á 19. tölulið 7. gr. reglnanna og skal hún orðast svo:

Númer sem byrja á 3, skulu vera 9 stafa löng. Númerum sem byrja á 35 X XXX XXX skal úthlutað til notkunar fyrir tæki-í-tæki (TíT) þjónustur (e. M2M) vegna tækja sem í eru ætluð símkort (SIM) frá fjarskiptafyrirtækjum sem skráð eru á Íslandi. Númer fyrir slíka þjónustu skulu ávallt tengjast símkorti (SIM). Óheimilt að nota númer sem byrja á 3 í virðisaukandi þjónustu, þ.e. þjónustu sem tengist yfirgjaldsþjónustunúmerum samkvæmt reglum nr. 590/2015.

2. gr.

Reglur þessar eru settar samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga nr. 81/2003, um fjarskipti, og öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum.

Póst- og fjarskiptastofnun, 20. desember 2016.

Hrafnkell V. Gíslason.

Björn Geirsson.


B deild - Útgáfud.: 4. janúar 2017