Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1175/2019

Nr. 1175/2019 11. desember 2019

GJALDSKRÁ
Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.

I. KAFLI

1. gr.

Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps selur afnot hitaorku úr hitaveitukerfum þeim, sem gerð hafa verið eða kunna að verða gerð í lögsagnarumdæmi hitaveitunnar og hún hefur umráðarétt yfir, eftir þeim reglum sem settar eru í gjaldskrá þessari, sbr. reglugerð staðfesta af iðnaðarráðherra nr. 252/2001, með síðari breytingum fyrir Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.

2. gr.

Hitaveitan lætur hverju húsi, sem er í sambandi við vatnsæðar hennar í té vatnsmagn, er ætla má að nægi til hitunar á húsinu. Hitaveitan lætur setja rennslismæli eða stillanlegan hemil fyrir hámarks­rennsli til hvers upphitunarkerfis og miðast gjald hitaveitunnar fyrir selda orku við rúmmetra sam­kvæmt rennslismælinum eða það hámark, sem hemillinn er stilltur á. Hitaveitan ræður gerð rennslis­mæla og hemla og sér um viðhald og endurnýjun þeirra.

3. gr.

Einungis starfsmenn hitaveitunnar mega breyta stillingu innsiglaðra tengihluta. Hitaveitan breytir stillingu hemils eftir óskum húseiganda fyrir árið, sem hús hans er tengt við hitaveitukerfið, en síðan verður hemilsstillingu að jafnaði breytt einu sinni á ári og skal skrifleg beiðni um breytingu koma fram við hitaveituna fyrir 1. september ár hvert. Hámarksstilling hemils gildir allt árið þótt vatns­notkun verði minni hluta úr ári. Minnsta sala gegnum hemil skal vera 3 l/mín. Selt vatnsmagn standi ávallt á heilum. Ef kaupandi óskar að hemill eða mælir sé prófaður skal hann senda skriflega beiðni þar um til hitaveitunnar. Komi í ljós við þá athugun að frávik sé 5% eða minna, er heimilt að gera kaupanda að greiða álestrargjald. Sé frávik meira skal hitaveitan greiða kostnað við prófunina og leiðrétta reikning kaupanda í samræmi við niðurstöður hennar, þó ekki fyrir lengra tímabil en tvo mánuði nema kaupandi eða hitaveitan, eftir því sem við á, geti sannað að um lengra tímabil hafi verið að ræða, þó lengst fjögur ár.

II. KAFLI

4. gr.

Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps rekur tvö hitaveitusvæði með aðskildum dreifikerfum. Þessi svæði eru annars vegar á og við Borgarsvæðið með vatn frá Vaðnesi, hins vegar austari hluti Grímsness, með vatn frá Kringlu.

5. gr.

Verðskrá:

A.   Hemlagjald (varmagjald):

Fyrir sumarbústaði, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða hemla­gjald. Lágmarksstilling er 3,0 l/mín. Hemlagjald fyrir hvern mínútulítra er kr. 2.640.

B.   Rúmmetragjald skv. mæli:

Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúm­metra vatns er kr. 125,60.

Sumarbústaður sem er með mæli og greiðir skv. rúmmetragjaldi skal þó aldrei greiða minna en sem nemur 3,0 l/mínútu eða sem nemur kr. 7.921 á mánuði, sbr. A-lið 5. gr.

Mælagjald á mánuði:

B1 Stærð mælis/hemils DN 15 1.259 kr.
B2 Stærð mælis/hemils DN 20 1.800 kr.
B3 Stærð mælis/hemils DN 25 2.224 kr.
B4 Stærð mælis/hemils DN 32 2.653 kr.
B5 Stærð mælis/hemils DN 40 3.081 kr.
B6 Stærð mælis/hemils DN 50 4.216 kr.

C.   Stofngjöld:

Í þéttbýli sér sveitarfélagið um frágang heimæða að mæli.

C1 Íbúðarhús allt að 300 m³ og gróðurhús allt að 200 m³ kr. 672.171    
  Fyrir hvern rúmmetra/fermetra þar yfir skal greiða   256   kr./m³
C2 Vélageymslur og gripahús allt að 300 m³ kr. 390.732    
  Fyrir hvern rúmmetra fermetra þar yfir skal greiða   256   kr./m³
C3 Fyrir sumarhús      
  Stofngjald fyrir húsveitu kr. 672.171    
C4 Gjald fyrir auka mælagrind kr. 100.311    

Auk stofngjalds, sem að framan greinir, skal greiða 5.032 kr. fyrir hvern lengdarmetra heim­æðar frá stofnæð.

D.   Önnur gjöld:

Lokunargjald kr. 18.847
Aukaálestur kr. 8.869

Gjald fyrir útkall vegna tilkynningar notanda um bilun sem reynist vera í búnaði húseiganda er kr. 15.375 án vsk á dagvinnutíma, en sé leitað eftir þjónustu utan dagvinnutíma reiknast 55% álag.

Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps áskilur sér rétt til að beita viðurlögum við rofi á innsigli.

6. gr.

Hitaveitugjöld skv. 5. gr. verða krafin þriðja hvern mánuð og skulu þau greiðast til skrifstofu Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps, í bönkum eða á pósthúsum. Gjalddagi er við framvísun reiknings eða tilkynningar um reikningsupphæð. Það eru vanskil, ef gjöldin eru ekki að fullu greidd innan 15 daga frá eindaga.

Sé um óskipulagt svæði að ræða, eða aðstæður óvenjulegar, er heimilt að krefjast sérstaks auka­gjalds af húsráðanda eða gera honum að greiða fyrir heimtaugina skv. kostnaði, en gera skal honum aðvart um það fyrirfram.

7. gr.

Gjöld skv. 5. gr. eru miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar. Er veitustjórn heimilt að breyta þeim í samræmi við þær breytingar, sem á nefndri vísitölu verða.

III. KAFLI

8. gr.

Öll gjöld samkv. gjaldskrá þessari má taka lögtaki/fjárnámi á kostnað gjaldanda, sbr. 28. gr. reglu­gerðar fyrir Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps og 79. gr. laga nr. 58/1967, með síðari breyt­ingum.

9. gr.

Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps hefur rétt til að loka aðrennsli heita vatnsins að húsi eða íbúð notanda, sem vanrækir að greiða hitaveitugjöld. Fyrirætlun um lokun ber að tilkynna með fimm daga fyrirvara, sbr. 27. gr. reglugerðar fyrir Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.

Allan raunkostnað við lokun og opnun á ný greiðir sá, sem í vanskilum er.

Eftirlitsmanni hitaveitunnar skal veittur hvenær sem er frjáls aðgangur að öllum hitakerfum, sem tengd eru við hitaveituna. Er húseiganda skylt að hlíta tafarlaust fyrirmælum hans um viðgerð á bilunum og sérhverjum ráðstöfunum til varnar gegn misnotkun á heita vatninu.

Við gjaldskrána bætist virðisaukaskattur.

Gjaldskrá þessi, sem samþykkt er af sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þann 20. nóvember 2019, staðfestist hér með samkvæmt orkulögum nr. 58/1967 með síðari breytingum, til að öðlast gildi 1. janúar 2020 og birtist til eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli. Jafnframt er úr gildi felld eldri gjaldskrá sama efnis nr. 1170/2017.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. desember 2019.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Kristján Skarphéðinsson.

Hreinn Hrafnkelsson.


B deild - Útgáfud.: 19. desember 2019