Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 983/2023

Nr. 983/2023 8. september 2023

REGLUR
um gagnsæiskröfur á mörkuðum fyrir fjármálagerninga.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um nánari framkvæmd laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga hvað varðar:

 1. Kröfur um gagnsæi fyrir viðskiptavettvanga og verðbréfafyrirtæki að því er varðar skulda­bréf, samsettar fjármálaafurðir, losunarheimildir og afleiður, skv. 1., 9., 11., 21. og 22. gr. MiFIR.
 2. Kröfur um gagnsæi fyrir viðskiptavettvanga og verðbréfafyrirtæki að því er varðar hlutabréf, heimildarskírteini, kauphallarsjóði, skírteini eða aðra svipaða fjármálagerninga og um þá skyldu að viðskipti með tiltekin hlutabréf skuli fara fram á viðskiptavettvangi eða hjá inn­miðlara, skv. 4., 7., 14., 20., 22. og 23. gr. MiFIR.
 3. Kerfi um hámarksmagn og tilhögun upplýsingagjafar að því er varðar gagnsæi og aðra útreikn­inga, skv. 5. og 22. gr. MiFIR.
 4. Aðlögun á seljanleikamörkum og hundraðshlutamörkum viðskipta sem notuð eru til að ákvarða stærðina sem á sérstaklega við um gerninginn sem gildir um tiltekna gerninga aðra en hlutabréfagerninga, skv. 9. gr. MiFIR.
 5. Undanþágu frá gagnsæiskröfum fyrir og eftir viðskipti fyrir seðlabanka tiltekinna þriðju landa við framkvæmd stefnu þeirra í peningamálum, gjaldeyrismálum og fjármálastöðug­leika, skv. 9. gr. MiFIR.
 6. Tilgreiningu gagna fyrir og eftir viðskipti sem boðið er upp á og aðgreiningarstig gagna, skv. 12. gr. MiFIR.

 

2. gr.

Tilvísanir.

Einingar sem fullnægja kröfum tilskipunar 2003/87/EB: Tilvísanir í reglum þessum til hvers konar eininga sem viðurkennt er að fullnægi kröfum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB skal skilja sem tilvísanir til h. liðar 2. töluliðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Fjármálagerningur / samningur / afleiða skv. 4. til 10. lið C-þáttar I. viðauka MiFID II: Tilvís­anir í reglum þessum til fjármálagernings, samnings eða afleiðu skv. 4. til 10. lið C-þáttar I. viðauka tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til afleiða skv. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Fjármálagerningar sem varða losunarheimildir: Tilvísanir í reglum þessum til fjármálagernings sem sem varðar losunarheimildir eins og tilgreint er í 4. lið C-þáttar I. viðauka við tilskipun 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til g-liðar 2. töluliðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Framseljanleg verðbréf: Tilvísanir í reglum þessum til framseljanlegs verðbréfs eins og það er skilgreint í c-lið 44. liðar 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísun til verðbréfs skv. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Fyrirtæki skv. 1. gr. tilskipunar 2009/101/EB: Tilvísanir í reglum þessum til fyrirtækis af tegund sem er talin upp í 1. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/101/EB eða samsvarandi fyrir­tækis í þriðja landi skal skilja sem tilvísanir til hlutafélags, einkahlutafélags eða samlagsfélags, samsvarandi fyrirtækis í öðru EES-ríki eða samsvarandi fyrirtækis í þriðja landi.

Heimildarskírteini: Tilvísanir í reglum þessum til heimildarskírteina eins og þau eru skilgreind í 45. tölulið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til heimildarskírteina skv. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Hlutabréf: Tilvísanir í reglum þessum til hlutabréfa eins og um getur í a-lið 44. töluliðar 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/EB skal skilja sem tilvísanir til hlutabréfa skv. a-lið 64. töluliðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Hrávörur sem viðskipti eru með á viðskiptavettvangi: Tilvísun í reglum þessum til hrávara sem viðskipti eru með á viðskiptavettvangi eins og þær eru skilgreindar í b-lið 44. liðar 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til skuldabréfa eða annarra tryggðra skuldaskjala skv. b-lið 64. töluliðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Innmiðlari: Tilvísanir í reglum þessum til innmiðlara sem verðbréfafyrirtækis eins og þeir eru  skilgreindir í 20. tölulið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til innmiðlara skv. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármála­gerninga.

Kauphallarsjóður: Tilvísanir í reglum þessum til kauphallarsjóðs eins og hann er skilgreindur í 46. tölulið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/EB skal skilja sem tilvísanir til kauphallarsjóðs skv. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Opinber birting tíma verðtilboða: Tilvísanir í reglum þessum til opinberu birtingar tímans þegar verðtilboð hafa verið færð inn eða þeim breytt, í samræmi við 50. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til samstillingar viðskiptaklukkna skv. 91. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Pöruð miðlaraviðskipti: Tilvísanir í reglum þessum til paraðra miðlaraviðskipta (e. matched principal basis) sbr. 38. lið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísun til jafnaðra eigin viðskipta skv. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Rekstrarfélag UCITS: Tilvísanir í reglum þessum til rekstrarfélags eins og það er skilgreint í b-lið 1. mgr. 2. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB skal skilja sem tilvísanir til rekstrar­félags skv. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 116/2021 um verðbréfasjóði.

Rekstraraðili sérhæfðra sjóða: Tilvísanir í reglum þessum til rekstraraðila sérhæfðra sjóða eins og hann er skilgreindur í b-lið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB skal skilja sem tilvísanir til rekstraraðila sérhæfðra sjóða skv. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 45/2020 um rekstrar­aðila sérhæfðra sjóða.

Skuldabréf og skuldaviðurkenningar skv. b-lið 44. liðar 1. mgr. 4. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til skuldabréfa (fyrir öll skuldabréf nema hrávörur sem viðskipti eru með á viðskipta­vettvangi) og skuldaviðurkenningar eins og þau eru skilgreind í b-lið 44. liðar 1. mgr. 4. gr. tilskip­unar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísun til skuldabréfa eða annarra tryggðra skuldaskjala skv. b-lið 64. töluliðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 38 frá 16. maí 2019, bls. 153-155, nr. 72 frá 11. nóvember 2021, bls. 32-40, 47-167 og 186-209, nr. 78 frá 9. desember 2021, bls. 10-12 og nr. 20 frá 24. mars 2022, bls. 9-11, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 88 frá 31. október 2019 bls. 7-19, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samn­ing­inn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

 1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/572 frá 2. júní 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 að því er varðar tæknilega eftirlits­staðla um tilgreiningu gagna fyrir og eftir viðskipti sem boðið er upp á og aðgrein­ingarstig gagna.
 2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/577 frá 13. júní 2016 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármála­gerninga að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um kerfi um hámarksmagn og tilhögun upplýsingagjafar að því er varðar gagnsæi og aðra útreikninga.
 3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/583 frá 14. júlí 2016 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjár­málagerninga að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um kröfur um gagnsæi fyrir viðskipta­vettvanga og verðbréfafyrirtæki að því er varðar skuldabréf, samsettar fjármála­afurðir, losunarheimildir og afleiður.
 4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/587 frá 14. júlí 2016 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármála­gerninga að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um kröfur um gagnsæi fyrir viðskipta­vettvanga og verðbréfafyrirtæki að því er varðar hlutabréf, heimildarskírteini, kauphallarsjóði, skírteini eða aðra svipaða fjármálagerninga og um þá skyldu að viðskipti með tiltekin hluta­bréf skuli fara fram á viðskiptavettvangi eða hjá innmiðlara.
 5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1799 frá 12. júní 2017 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 að því er varðar undan­þágu frá gagnsæiskröfum fyrir og eftir viðskipti fyrir seðlabanka tiltekinna þriðju landa við framkvæmd stefnu þeirra í peningamálum, gjaldeyrismálum og fjármálastöðugleika.
 6. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/462 frá 30. janúar 2019 um breyt­ingu á framseldri reglugerð (ESB) 2017/1799 að því er varðar undanþágu Englands­banka frá kröfunum um gagnsæi fyrir og eftir viðskipti sem settar eru fram í reglugerð (ESB) nr. 600/2014.

Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmda­stjórnar­innar sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26 frá 21. apríl 2022, bls. 298-300 og nr. 34 frá 25. maí 2022, bls. 8-10, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 160/2021, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahags­svæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

 1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/442 frá 12. desember 2018 um breytingu og leiðréttingu á framseldri reglugerð (ESB) 2017/587 til að tilgreina kröfuna um að verð endurspegli ríkjandi markaðsskilyrði og til að uppfæra og leiðrétta tiltekin ákvæði.
 2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1000 frá 14. mars 2019 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2017/1799 að því er varðar undanþágu Seðlabanka Kína frá kröfunum um gagnsæi fyrir og eftir viðskipti sem settar eru fram í reglugerð (ESB) nr. 600/2014.

Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/529 frá 18. desember 2020 um tæknilega eftirlitsstaðla um breytingu á framseldri reglu­gerð (ESB) 2017/583 að því er varðar aðlögun á seljanleikamörkum og hundraðshlutamörkum viðskipta sem notuð eru til að ákvarða stærðina sem á sérstaklega við um gerninginn sem gildir um tiltekna gerninga aðra en hlutabréfagerninga, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 26 frá 21. apríl 2022, bls. 301-302, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 217/2021, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahags­svæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.

Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/629 frá 12. janúar 2022 um breytingu á tæknilegum eftirlitsstöðlum sem mælt er fyrir um í framseldri reglugerð (ESB) 2017/583 að því er varðar aðlögun á seljanleikamörkum og hundraðs­hlutamörkum viðskipta sem notuð eru til að ákvarða stærðina sem á sérstaklega við um gerninginn sem gildir um tiltekna gerninga aðra en hlutabréfagerninga, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 40 frá 25. maí 2023, bls. 15-17, sbr. ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 250/2022 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 31 frá 20. apríl 2023 bls. 45, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahags­svæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 1., 3., 4., 5., 6., 8., 9., 11., 15., 16., 17. og 18. tölulið 2. mgr. 145. gr. laga nr. 115/2021 um markaði með fjármálagerninga, taka gildi þegar í stað. Á sama tíma falla úr gildi reglur nr. 851/2022 um gagnsæiskröfur á mörkuðum fyrir fjármálagerninga.

 

Seðlabanka Íslands, 8. september 2023.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 25. september 2023