Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 91/2016

Nr. 91/2016 13. september 2016

LÖG
um breyt­ingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, með síðari breyt­ing­um (viðmiðun­ar­dag­ur umsókn­ar um kosn­ing­arrétt o.fl.).

HANDHAFAR VALDS FORSETA ÍSLANDS
   samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar
forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar,
gjöra kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og vér staðfest þau með samþykki voru:

1. gr.

    Í stað orðsins „Seltjarnarneskaupstaður“ í 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: Seltjarnar­nesbær.

2. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:

    Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. og 3. mgr. 27. gr. skal umsókn um kosningarrétt skv. b-lið 2. mgr. 1. gr. sem berst Þjóðskrá Íslands í síðasta lagi 29. september 2016 gilda frá dagsetningu bréfs hennar um að umsækjandi skuli tekinn á kjörskrá. Að öðru leyti fer um kosningarréttinn skv. 2. gr. lag­anna.
    Fullnægjandi umsókn um að verða tekinn á kjörskrá sem berst Þjóðskrá Íslands eftir 29. september 2016 gildir frá 1. desember 2016.
    Umsókn um að verða tekinn á kjörskrá sem barst Þjóðskrá Íslands eftir 1. desember 2015 og var fullnægjandi skal nú gilda frá gildistöku þessa ákvæðis. Að öðru leyti fer um kosningarréttinn skv. 2. gr. laganna. Þjóðskrá Íslands tilkynnir umsækjanda þessa breytingu og hlutaðeigandi sveitar­stjórn.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

4. gr.

    2. gr. laga þessara fellur úr gildi 1. desember 2016.

Gjört í Reykjavík, 13. september 2016.

Bjarni Benediktsson. Einar K. Guðfinnsson. Markús Sigurbjörnsson.
  (L. S.)  

Ólöf Nordal.


A deild - Útgáfud.: 14. september 2016