Matvælastofnun hefur fallist á umsókn Markaðsráðs kindakjöts um að afurðarheitið „Íslenskt lambakjöt / Icelandic Lamb“ verði skráð verndað afurðarheiti með vísan til uppruna samkvæmt lögum nr. 130/2014 um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu.
Hægt er að kæra ofangreinda ákvörðun til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skúlagötu 4, Reykjavík. Kærufrestur er þrír mánuðir frá birtingu þessarar auglýsingar í Stjórnartíðindum.
Auglýsing þessi um ákvörðun um skráningu afurðarheitis er birt í samræmi við 2. mgr. 16. gr. laga nr. 130/2014. Einnig er afurðarlýsing birt sem fylgiskjal með auglýsingu þessari, sbr. 14. gr. sömu laga.
Selfossi, 29. janúar 2018.
F.h. Matvælastofnunar,
Einar Örn Thorlacius lögfræðingur.
Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal)
|