Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1644/2023

Nr. 1644/2023 14. desember 2023

GJALDSKRÁ
fyrir Vatnsveitu Álftaneshrepps í Borgarbyggð.

1. gr.

Vatnsgjald Vatnsveitu Álftaneshrepps er 0,3% af fasteignamati þeirra húsa sem tengd eru vatns­veitunni en þó að hámarki kr. 34.860 á hverja jörð eða sumarhús.

 

2. gr.

Til viðbótar vatnsgjaldi sem fram kemur í 1. gr. skal notandi greiða aukavatnsgjald sem nemur 36,20 kr./m³. Vatnsnotkun skal áætluð í samræmi við búfjárskýrslu og skal miða við eftirfarandi töflu:

  Kind 5 l/dag
  Geldneyti 26 l/dag
  Kálfar 13 l/dag
  Kýr 65 l/dag
  Hross 17,5 l/dag
  Svín 10 l/dag
  Grísir 5 l/dag

Þegar mælir hefur verið settur upp hjá notendum skal aukavatnsgjaldið innheimt samkvæmt notkun.

 

3. gr.

Vatnsgjald skv. 1. gr. skal innheimt með fasteignagjöldum en aukavatnsgjald skal innheimta sérstak­lega og er gjalddagi þess 1. maí og eindagi mánuði síðar.

 

4. gr.

Gjaldskrá þessi er samin með heimild í 10. gr. laga nr. 32/2004 um vatnsveitur sveitarfélaga og 11. gr. reglugerðar um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005.

 

5. gr.

Gjaldskrá þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1645/2022.

Samþykkt af sveitarstjórn Borgarbyggðar 14. desember 2023.

 

Borgarnesi, 14. desember 2023.

 

Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 3. janúar 2024