Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1612/2021

Nr. 1612/2021 21. desember 2021

GJALDSKRÁ
Hitaveitu Fjarðabyggðar.

1. gr.

Hitaveita Fjarðabyggðar selur afnot af heitu vatni úr veitukerfi sínu samkvæmt verðskrá þessari og reglugerð hitaveitunnar fyrir heitt vatn nr. 908/2005. Gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari eru gefin upp án skatts á smásöluverð á heitu vatni og virðisaukaskatts, nema annað sé tekið fram, og leggjast þessir skattar á þau skv. gildandi reglum á hverjum tíma. Virðisaukaskattur á sölu á heitu vatni til hitunar húsa og laugarvatns er 11%.

 

2. gr.

Aðgangur húsveitu að heitu vatni er ekki takmarkaður umfram það sem heimæð og veitukerfi gera. Hitaveitu Fjarðabyggðar er heimilt að setja upp búnað hjá notanda, sem tryggir aðra notendur gegn óeðlilegum þrýstibreytingum og er starfsmönnum veitunnar einum heimilt að breyta stillingu búnaðarins.

 

3. gr.

Seðilgjald kr. 228 leggst á útsenda prentaða reikninga en hægt er að komast hjá gjaldinu með því að nýta greiðslukortaþjónustu eða beingreiðslur í banka. Reikningar birtast í heimabönkum þeirra sem nýta sér slíka þjónustu.

 

4. gr.

Reikninga skal greiða á eindaga. Séu reikningar ekki greiddir á eindaga er send út tilkynning um vanskil. Reikningar eru því næst sendir til innheimtuaðila. Vextir leggjast við skuldina sé ekki greitt á eindaga.

 

5. gr.

Hitaveitugjöld eru krafin mánaðarlega. Áætlunarreikningur er sendur út ellefu mánuði árs­ins en hann byggir á fyrri notkun. Einu sinni á ári er sendur uppgjörsreikningur sem er byggður á álestri og er hann uppgjör á þeim áætlunarreikningum sem sendir hafa verið.

 

6. gr.

Húseigandi, eða sá sem skráður er fyrir mæli, er ábyrgur fyrir því að tilkynna flutning og er ábyrgur fyrir orkunotkun þar til tilkynning um annan notanda hefur verið móttekin hjá hitaveitunni.

 

7. gr.

Verð fyrir afnot af heitu vatni er eftirfarandi:

A.   Samkvæmt vatnsmæli fyrir hvern rúmmetra vatns:

       Grunnverð kr. 161,4

 

B.    Samkvæmt vatnsmæli fyrir hverja kílóvattstund (kWh)

       Grunnverð kr. 3,45

 

C.    Mælagjald – fast gjald.

Mælir Krónur á ári
15 og 20 mm   31.370
25 mm 105.653
32 mm 204.014
40 mm 415.306
50 mm 801.190

Um afnot af vatni hitaveitu til annarra nota en húshitunar gilda sérstök gjöld sem ákveðin eru hverju sinni en þó með hliðsjón af gjaldskrá hitaveitunnar.

 

D    Önnur gjöld:

Umbeðinn aflestur af mælum 1.437 kr.
Lokunargjald 1.948 kr.
Skiptigjald 2.386 kr.
Innheimtugjald er í höndum innheimtuaðila.  

 

8. gr.

Bráðabirgðaheimlagnir:

Stofngjald:  
Lögn Grunnverð kr.
20 mm 27.074
25 mm 34.220
32 mm 35.362
   
Lengdargjald:  
20 mm kr./metra   3.803
25 mm kr./metra   4.864
32 mm kr./metra   4.864

Lengdargjald er greitt fyrir hvern metra í heimlögn sem lögð er til bráðabirgða. Ef bráðabirgða­heimlögn verður síðar notuð sem aðalheimlögn fyrir hús, greiðist ekkert lengdargjald vegna bráða­birgðatengingar. Bráðabirgðaheimlagnir skulu aflagðar innan 24 mánaða frá tengingu þeirra.

 

9. gr.

Aðalheimæðar – heimtaugagjöld:

Stofngjald:  
Lögn Inntaksgjald kr.
20 mm  498.144
25 mm  647.583
32 mm  874.238
40 mm 1.223.932  
50 mm 1.774.503  
Tengigrind kr.    63.885
Tengigjald kr.    63.885

Tengigrind er ekki innfalin í heimæðargjaldi.

Ef heimlagnagjald stendur ekki undir kostnaði í frágengnu hverfi skal greiða heimlagnagjald fyrir nýja eða stækkaða heimlögn samkvæmt kostnaðaráætlun.

Heimæð hitaveitu liggur frá götulögn eða tengibrunni og inn fyrir húsvegg húsveitu að inntaks­loka.

Aukagjald fyrir hvern mæli umfram þann fyrsta skal vera 28.544 kr.

 

10. gr.

Lengdargjald í dreifbýli skal vera samkvæmt kostnaði en lengdargjald í þéttbýli er 8.098 kr. og er greitt fyrir hvern metra umfram 20 metra innan lóðamarka.

 

11. gr.

Önnur atriði til skýringa.

Stærð heimlagnar fer eftir hússtærð og starfsemi sem þar er áætluð. Húseigandi og hönnuður ákveða stærð heimlagna en hitaveita Fjarðabyggðar ákveður lágmarksstærð heimlagna fyrir íbúðar­hús.

Eigandi íbúðarhúss/fyrirtækis þarf að sækja tímanlega um heimlögn á þar til gerðu eyðu­blaði, hvort sem um er að ræða nýja heimlögn, færslu, breytingu eða stækkun á eldri heimlögn. Teikningar skulu fylgja umsókn.

Heimlagnargjald skal greitt fyrir hverja heimlögn er tengir húsveitu við kerfi veitunnar. Heim­lagnargjald skal greitt áður en vinna við lagningu hefst.

Þegar heimlögn er stækkuð eða þegar heimlögn er breytt samkvæmt beiðni viðskiptavinar, skal greiða fyrir breytinguna samkvæmt samkomulagi og skal tekið mið af raunkostnaði við breytinguna.

Heimilt er að veita afslátt af tengigjöldum ef tengikostnaður er sannanlega lægri en gjaldskrá miðar við.

Heimilt er að leggja álag á tengigjald ef tengikostnaður er sannanlega hærri en gjaldskrá miðar við.

 

Gjaldskrá þessi, sem samþykkt er af bæjarráði og bæjarstjórn Fjarðabyggðar, er hér með stað­fest samkvæmt orkulögum, nr. 58/1967, með síðari breytingum, til að öðlast gildi 1. janúar 2022. Jafn­framt er úr gildi felld gjaldskrá sama efnis, nr. 72/2021.

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 21. desember 2021.

F. h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra,

Stefán Guðmundsson.

Magnús Dige Baldursson.


B deild - Útgáfud.: 29. desember 2021