Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 487/2019

Nr. 487/2019 9. maí 2019

SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Skútustaðahrepps, nr. 690/2013.

1. gr.

28. gr. samþykktarinnar og fyrirsögn breytist og verður svohljóðandi:

28. gr.

Valdsvið nefnda og fullnaðarafgreiðsla.

Um hlutverk og valdsvið nefnda, ráða og stjórna á vegum sveitarfélagsins fer eftir því sem ákveðið er í lögum, reglugerðum eða samþykktum sveitarstjórnar. Öllum nefndum skulu sett erindisbréf.

Í samræmi við 42. gr. sveitarstjórnarlaga getur sveitarstjórn, í því skyni að stuðla að hagræðingu, skilvirkni og hraðri málsmeðferð ákveðið að fela nefnd, ráði, eða stjórn fullnaðarafgreiðslu mála sem ekki varða verulega fjárhag sveitarsjóðs ef lög eða eðli máls mæla ekki sérstaklega gegn því.

Á sama hátt og með sömu skilyrðum er sveitarstjórn heimilt að fela embættismönnum innan stjórn­sýslu Skútustaðahrepps fullnaðarafgreiðslu mála.

Þegar sveitarstjórn nýtir heimildir skv. annarri og þriðju málsgrein skal kveðið á um fulln­aðar­afgreiðslur nefnda og embættismanna í sérstökum viðauka við samþykkt þessa.

2. gr.

Við samþykktina bætist viðauki um fullnaðarafgreiðslur skipulagsnefndar og byggingarfulltrúa í samræmi við heimildir í 28. gr. samþykktarinnar, sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Viðaukinn er birtur með samþykkt þessari.

3. gr.

Samþykkt þessi sem sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur sett skv. ákvæðum 9. og 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 9. maí 2019.

F. h. r.

Hermann Sæmundsson.

Stefanía Traustadóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 24. maí 2019