Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 162/2021

Nr. 162/2021 4. febrúar 2021

REGLUGERÐ
um fjárhagslegar viðmiðanir.

1. gr.

Innleiðing.

Ákvæði eftirfarandi reglugerða, sem voru teknar upp í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 238/2019 frá 27. september 2019, skulu gilda hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af bókun 1 um altæka aðlögun við EES-samninginn, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

 1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1368 frá 11. ágúst 2016 um að taka saman skrá yfir mjög mikilvægar viðmiðanir sem notaðar eru á fjármálamörkuðum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011, sem er birt á bls. 439 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020, með breyt­ingum samkvæmt eftirfarandi gerðum:
  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1147 frá 28. júní 2017 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1368 um að taka saman skrá yfir mjög mikilvægar viðmiðanir sem notaðar eru á fjármálamörkuðum sam­kvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011, sem er birt á bls. 442 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2446 frá 19. des­ember 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) 2016/1368 um að taka saman skrá yfir mjög mikilvægar viðmiðanir sem notaðar eru á fjármálamörkuðum samkvæmt reglu­gerð Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011, sem er birt á bls. 445 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1557 frá 17. október 2018 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1368 um að taka saman skrá yfir mjög mikilvægar viðmiðanir sem notaðar eru á fjármálamörkuðum sam­kvæmt reglu­gerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011, sem er birt á bls. 460 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/482 frá 22. mars 2019 um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1368 um að taka saman skrá yfir mjög mikilvægar viðmiðanir sem notaðar eru á fjármála­mörkuðum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011, sem er birt á bls. 463 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020.
 2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/64 frá 29. september 2017 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er það varðar að tilgreina hvernig beita á viðmiðununum í iii. lið c-liðar 1. mgr. 20. gr. til að meta hvort tilteknir atburðir myndu leiða til verulegra og neikvæðra áhrifa á heildarvirkni markaðar, fjármálastöðugleika, neytendur, raunhagkerfið eða fjármögnun heimila og fyrirtækja í einu eða fleiri aðildarríkjum, sem er birt á bls. 395 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 50 frá 23. júlí 2020.
 3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/65 frá 29. september 2017 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 sem tilgreina tæknilega þætti skilgreininganna sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar, sem er birt á bls. 399 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020.
 4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/66 frá 29. september 2017 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 sem tilgreina hvernig nafnverð annarra fjármálagerninga en afleiðna, grundvallarfjárhæð afleiðna og verðmæti hreinnar eignar fjárfestingarsjóða skuli metið, sem er birt á bls. 401 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020.
 5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/67 frá 3. október 2017 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 að því er það varðar að koma á skilyrðum til að meta áhrif þess að gildandi viðmiðanir verði aflagðar eða þeim breytt, sem er birt á bls. 404 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020.

 

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 13. gr. laga um fjárhagslegar viðmiðanir, nr. 7/2021, öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 4. febrúar 2021.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Gunnlaugur Helgason.


B deild - Útgáfud.: 18. febrúar 2021