Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 34/2020

Nr. 34/2020 17. janúar 2020

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 1227/2019, um innheimtu þinggjalda og jöfnunargjalds á árinu 2020.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir orðinu „fjársýsluskattur“ í 2. mgr. kemur: sérstakur skattur á fjármála­fyrirtæki.
  2. Í stað orðsins „Menn“ í 3. mgr. kemur: Einstaklingar.

 

2. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Árlegir gjalddagar eftirtalinna gjalda eru sem hér segir:

Gjalddagar einstaklinga vegna sérstaks gjalds til Ríkisútvarpsins ohf. eru 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst. Gjalddagi vegna gjalds í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingar vegna heimilisstarfa, ógreidds fjársýsluskatts og ógreidds tryggingagjalds, sem ríkis­skattstjóri ákvarðar vegna hlunninda, og fjársýsluskatts og tryggingagjalds, sem undan­þegið er staðgreiðslu skal vera einn, 1. júní.

Gjalddagi lögaðila vegna sérstaks gjalds til Ríkisútvarpsins ohf., ógreidds fjársýslu­skatts og ógreidds tryggingagjalds, sem ríkisskattstjóri ákvarðar vegna hlunninda, og fjársýsluskatts og trygg­ingagjalds, sem undanþegið er staðgreiðslu er 1. október.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 112., 114. og 121. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, og 22. gr. laga nr. 81/2003, um fjarskipti, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 17. janúar 2020.

 

F. h. r.

Helga Jónsdóttir.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.


B deild - Útgáfud.: 23. janúar 2020