Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 916/2021

Nr. 916/2021 11. ágúst 2021

REGLUGERÐ
um (5.) breytingu á reglugerð nr. 747/2021 um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19.

1. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr., svohljóðandi:

Ferðamenn með tengsl við Ísland: Íslenskir ríkisborgarar, einstaklingar búsettir á Íslandi, með dvalar- eða atvinnuleyfi á Íslandi, þ.á.m. umsækjendur um slíkt leyfi og aðstandendur þeirra. Einnig einstaklingar með langtímavegabréfsáritun á Íslandi, umsækjendur um alþjóðlega vernd og einstaklingar sem koma til landsins vegna vinnu eða náms sem mun standa lengur en sjö daga og aðstandendur þeirra.

 

2. gr.

 Við 6. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar bætist: , sbr. þó 2. mgr. 6. gr.

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein svohljóðandi:
    Þrátt fyrir 1. mgr. skal ferðamaður með tengsl við Ísland, sem framvísar vottorði um bólusetningu gegn COVID-19 eða um að COVID-19 sýking sé afstaðin, gangast undir annaðhvort hraðpróf eða PCR-próf til greiningar á COVID-19 veirunni á næstu tveimur dögum frá komu til landsins. Þetta á jafnframt við um börn fædd 2015 og fyrr með tengsl við Ísland, hvort sem þau ferðast einsömul eða með öðrum, enda sæti þau ekki sóttkví skv. 4. gr.
  2. 8. mgr. fellur brott.

 

4. gr.

Í stað orðanna „15. ágúst 2021“ í 2. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar kemur: 1. október 2021.

 

5. gr.

Reglugerð þessi sem sett er á grundvelli 12., 13., 14. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.

Þrátt fyrir 1. mgr. taka 1.-3. gr. gildi 16. ágúst 2021.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 11. ágúst 2021.

 

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Rögnvaldur G. Gunnarsson.


B deild - Útgáfud.: 11. ágúst 2021