Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 749/2021

Nr. 749/2021 22. júní 2021

REGLUGERÐ
um (3.) breytingu á reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

 1. Í stað a- og b-liðar 1. tölul. 3. mgr. koma fjórir nýir stafliðir, svohljóðandi:
  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1014 frá 8. júní 2016 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar undanþágur fyrir seljendur hrávöru, sem er birt á bls. 342 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 50 frá 23. júlí 2020, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2019 frá 29. mars 2019, sem er birt á bls. 71 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 2. júlí 2020.
  2. Framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2188 frá 11. ágúst 2017 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar undanþágu á kröfum um eiginfjárgrunn að því er varðar tiltekin sértryggð skuldabréf, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2020 frá 30. apríl 2020. Reglugerðin er birt í fylgiskjali með reglugerð þessari.
  3. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2395 frá 12. desember 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar umbreytingarfyrirkomulag til að draga úr áhrifum á eiginfjárgrunn vegna innleiðingar IFRS-staðals 9 og fyrir með­höndlun tiltekinna áhættuskuldbindinga opinberra aðila sem gefnir eru upp í heima­gjald­miðli aðildarríkis sem stórra áhættuskuldbindinga, sem er birt á bls. 94 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 42 frá 25. júní 2020, sem var tekin upp í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2019 frá 29. mars 2019, sem er birt á bls. 1 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 99 frá 12. desember 2019, þó þannig að í stað dagsetningar­innar „1. febrúar 2018“ tvívegis í 9. efnismgr. 1. tölul. 1. gr. reglugerðar (ESB) 2017/2395 kemur: 1. maí 2020.
  4. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/630 frá 17. apríl 2019 um breyt­ingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar lágmarkstryggingavernd fyrir tapi vegna vanefndra áhættuskuldbindinga, sem er birt á bls. 22 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19 frá 18. mars 2021, sem var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 16/2020 frá 7. febrúar 2020. Ákvörðunin er birt í fylgiskjali með reglugerð þessari.
 2. 4. mgr. orðast svo:
       Eftirfarandi reglugerðir skulu gilda hér á landi:
  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/876 frá 20. maí 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar vogunarhlutfall, hlutfall stöðugrar nettó­­fjármögnunar, kröfur um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar, útlánaáhættu mótaðila, markaðsáhættu, áhættu­skuldbindingar gagnvart miðlægum mótaðilum, áhættu­­skuldbind­­ing­ar gagnvart sjóðum um sameiginlega fjárfestingu, stórar áhættuskuldbind­ingar, skýrslu­gjafarskyldu og birtingarkröfur og reglugerð (ESB) nr. 648/2012, þó ekki ii- til v-, vii- og xii-liðir a-liðar 2. tölul., 29., 31., 38., 45. og 122. tölul. 1. gr. og 2. gr. reglu­gerðarinnar né fyrirmæli 8., 23., 27., 33., 35.–37., 39.–41., 47., 63., 101., 119., 128. og 129. tölul. 1. gr. reglugerðarinnar er varða hæfar skuldbind­ingar og skilavald og þannig að í stað dagsetningarinnar „28. desember 2020“ í a-lið 7. efnismgr. 12. tölul. 1. gr. reglu­gerðarinnar kemur: 28. júní 2021. Með heimild í ákvæði til bráðabirgða I í lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sbr. lög nr. 57/2015, vísast til enskrar útgáfu reglu­gerðar­innar í Stjórnartíðindum Evrópu­sambands­ins: https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX:32019R0876.
  2. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/873 frá 24. júní 2020 um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 575/2013 og (ESB) 2019/876 að því er varðar ákveðnar aðlaganir til að bregðast við COVID-19-heimsfaraldrinum. Reglugerðin er birt í fylgi­skjali með reglugerð þessari.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar:

 1. 2. tölul. málsgreinarinnar fellur brott.
 2. Í stað orðanna „hæfu fjármagni“ í 38. tölul. málsgreinarinnar kemur: þætti 1, sbr. 84. gr. a, 84. gr. b og 85. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

 

3. gr.

31. gr. reglugerðarinnar orðast svo ásamt fyrirsögn:

Sjóðir um sameiginlega fjárfestingu.

Um áhættuskuldbindingar og áhættuvogir vegna hlutdeildarskírteina eða hluta í sjóðum um sam­eigin­lega fjárfestingu fer skv. 132.–132. gr. c reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.

 

4. gr.

Orðin „og hæfu fjármagni“ í 4. mgr. 61. gr. reglugerðarinnar falla brott.

 

5. gr.

Í stað orðanna „hæfu fjármagni“ í 3. mgr. 64. gr. reglugerðarinnar kemur: þætti 1 fyrirtækisins, sbr. 84. gr. a, 84. gr. b og 85. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

 

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 65. gr. reglugerðarinnar:

 1. Í stað orðanna „hæfu fjármagni fjármálafyrirtækis“ í 1. mgr. greinarinnar kemur: þætti 1 fjármálafyrirtækis, sbr. 84. gr. a, 84. gr. b og 85. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
 2. Í stað orðanna „hæfu fjármagni“ alls staðar í 2. og 3. mgr. kemur: þætti 1.

 

7. gr.

Í stað orðanna „hæfu fjármagni“ í 2. mgr. 66. gr. reglugerðarinnar kemur: þætti 1, sbr. 84. gr. a, 84. gr. b og 85. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

 

8. gr.

Í stað orðanna „hæfu fjármagni“ í 3. mgr. 67. gr. reglugerðarinnar kemur: þætti 1, sbr. 84. gr. a, 84. gr. b og 85. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

 

9. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 69. gr. reglugerðarinnar:

 1. Í stað orðanna „hæfu fjármagni“ í töflu í 2. mgr. kemur: þætti 1, sbr. 84. gr. a, 84. gr. b og 85. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
 2. Í stað orðanna „hæfu fjármagni“ í 3. og 4. mgr. kemur: þætti 1.

 

10. gr.

Í stað orðanna „hæft fjármagn fjármálafyrirtækis“ í 2. mgr. 72. gr. reglugerðarinnar kemur: eigin­fjárgrunn fjármálafyrirtækis.

 

11. gr.

Á eftir 86. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein er verður 86. gr. a sem orðast svo ásamt fyrir­sögn:

Hlutfall stöðugrar fjármögnunar.

Fjármálafyrirtæki skal reikna hlutfall stöðugrar fjármögnunar til samræmis við 428. gr. a–428. gr. az reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.

 

12. gr.

Í stað tilvísunarinnar „429.-430. gr.“ í 1. mgr. 87. gr. reglugerðarinnar kemur: 429.–429. gr. g.

 

13. gr.

Á undan fylgiskjali við reglugerðina koma tvö ný fylgiskjöl sem birt eru með reglugerð þessari.

 

14. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 117. gr. a og 1. mgr. 117. gr. b laga um fjármála­fyrirtæki, nr. 161/2002, öðlast gildi 28. júní 2021.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 22. júní 2021.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Gunnlaugur Helgason.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 25. júní 2021