Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 31/2020

Nr. 31/2020 8. janúar 2020

GJALDSKRÁ
fyrir sorphirðu í Akureyrarbæ.

1. gr.

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar leggur á sérstakt sorphirðugjald, gjald fyrir móttöku á gjald­skyldu flokkuðu sorpi, og gjald fyrir móttöku á gleri, múrbroti og malbiksbroti.

 

2. gr.

Sorphirðugjald skal lagt á allar íbúðir sem virtar eru í fasteignamati. Einnig skal sorphirðugjald lagt á aukaíbúðir í húsum sem virtar eru í fasteignamati sem óskiptar eignir.

Sorphirðugjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við sorphirðu, sorpeyðingu og urðun sorps, ásamt kostnaði við rekstur endurvinnslustöðva og grenndarstöðva.

 

3. gr.

Sorphirðugjaldið greiðist með fasteignagjaldi og eru gjalddagar þess hinir sömu og gjald­dagar fasteignagjalda.

 

4. gr.

Sorphirðugjald á íbúð er 39.609 kr.

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga auk áfallins innheimtu­kostnaðar.

Innifalin í sorphirðugjaldi er móttaka á gjaldfrjálsu flokkuðu sorpi til eyðingar og endurvinnslu, á endurvinnslustöð gámasvæðisins að Réttarhvammi.

Innifalin í sorphirðugjaldi er móttaka á gjaldskyldu flokkuðu sorpi til eyðingar og endurvinnslu, á endurvinnslustöð gámasvæðis að Réttarhvammi, gegn framvísun 16 skipta klippikorts, sem fæst árlega. Hvert klipp gildir fyrir 0,25 m³ sem samsvarar 240 l heimilistunnu. Aukakort kostar kr. 8.000.

Sérstakt gjald er lagt á móttöku á malbiksbroti, og móttöku á múr- og glerbroti, ef það er umfram eðlilega heimilislosun, sbr. 5. gr.

 

5. gr.

Fyrir móttöku á malbiksbroti á Malbikunarstöð Akureyrar, skal greiða 2 kr./kg vegna kostnaðar við endurvinnslu og geymslu. 

Fyrir móttöku á múr- og glerbroti, sem er umfram eðlilega heimilislosun, að Sjafnarnesi 2-4, Akureyri, skal greiða 4 kr./kg vegna kostnaðar við endurvinnslu og geymslu.

 

6. gr.

Sorphirðugjald skal tryggt með lögveði í viðkomandi fasteign í tvö ár frá gjalddaga.

 

7. gr.

Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt ákvæðum samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Akureyrar­kaupstað nr. 670/2011, 11. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

 

8. gr.

Gjaldskrá þessi tekur gildi við birtingu. Gjaldskráin er samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar­bæjar 17. desember 2019. Jafnframt fellur brott gjaldskrá sama efnis nr. 125/2019.

 

Akureyri, 8. janúar 2020.

F.h. bæjarstjórnar,

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður.


B deild - Útgáfud.: 23. janúar 2020