Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 806/2016

Nr. 806/2016 23. september 2016

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt nýja deiliskipulagsáætlun og breytingu á deiliskipulagi sem hér segir:

Háeyri.
Nýtt deiliskipulag sem fékk meðferð skv. 41. gr. skipulagslaga. Tillagan gengur út á að skipta lóðinni Háeyri, sem er um 2.700 m² og þar sem nú stendur gamall sumarbústaður í tvær lóðir fyrir einbýlishús með aðkomu frá Reykjalundarvegi og komi annað hús í staða sumarbústaðarins. Húsin verða tveggja hæða með bílgeymslum og að hámarki 450 m² að stærð hvort. Meðfram Reykjalundarvegi komi göngustígur. Skipulagið var samþykkt í bæjarstjórn 8. júní 2016.

Uglugata 32-46, Helgafellshverfi.
Breyting á deiliskipulagi sem fékk meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillagan gerir ráð fyrir breytingum á húsagerð, þ.e. að á lóðinni komi tveggja hæða raðhús með 4 íbúðum og tvö fjölbýlishús með samtals 16 íbúðum í stað tveggja „klasa" með samtals 14 íbúðum. Gert er ráð fyrir byggingarreit neðanjarðarbílageymslu á milli fjölbýlishúsanna og kvöð um gönguleið gegnum lóðirnar. Leiksvæði í SA-horni svæðisins er fellt niður. Breytingin var samþykkt í bæjarstjórn 6. júlí 2016.

Uglugata 1, 3 og 5, Helgafellshverfi.
Breyting á deiliskipulagi sem fékk meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Um er að ræða þrjár lóðir fyrir tveggja hæða einbýlishús skv. gildandi skipulagi og gerir tillagan ráð fyrir því að þær breytist í parhúsalóðir, fyrir fjögur einnar hæðar parhús. Nýtingarhlutfall verði óbreytt (0,45). Breytingin var samþykkt í bæjarstjórn 6. júlí 2016.

Ofangreindar breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 23. september 2016,

Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 26. september 2016