Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1031/2019

Nr. 1031/2019 11. nóvember 2019

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 75. gr. reglnanna:

  1. 2. og 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Rannsóknasjóður Háskóla Íslands skiptist í Verkefnasjóð og Doktorsstyrkjasjóð. Verkefnasjóður veitir styrki til rannsóknar­verkefna akademískra starfs­manna og Doktorsstyrkjasjóður styrki til framfærslu doktorsnema.
  2. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Um Doktors­styrkjasjóð Háskóla Íslands gilda sérstakar reglur.
  3. 3. mgr. orðast svo:
        Stjórn Rannsóknasjóðs er skipuð formönnum fimm sjálfstæðra fagráða, einu fyrir hvert fræða­svið. Rektor skipar fagráðin, sem í sitja fjórir til fimm sérfræðingar og þar af skal einn vera í meginstarfi utan háskólans. Rektor skipar formann fyrir hvert fagráð og formann stjórnar Rannsóknasjóðs, sem ekki á sæti í fagráðum. Hlutverk fagráða er að annast faglegt mat og forgangsröðun umsókna í Rannsóknasjóð Háskóla Íslands vegna verkefnastyrkja og doktors­styrkja. Formenn fagráða halda reglulega samráðsfundi meðan á mati umsókna stendur. Fag­legt mat skal byggjast á viðmiðum sem vísindanefnd háskólaráðs setur. Verk­efnisstjóri á vísinda- og nýsköpunarsviði háskólans starfar með stjórn sjóðsins og fagráðum.
  4. Á eftir 2. málsl. 4. mgr. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvarðanir stjórnar Rann­sókna­sjóðs um styrkveitingar eru endanlegar á stjórnsýslustigi.
  5. 7. mgr. orðast svo:
        Vísindanefnd háskólaráðs ákveður styrkupphæð, skiptingu fjár á milli Verkefna­sjóðs og Doktorsstyrkjasjóðs og setur stjórn Rannsóknasjóðs og fagráðum viðmið um úthlutun.
  6. Í stað orðsins „sjóðnum“ í lok 1. málsl. 8. mgr. kemur: sjóðunum.

2. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 11. nóvember 2019.

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 27. nóvember 2019