Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 753/2021

Nr. 753/2021 10. júní 2021

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Bolungarvíkurkaupstað.

Deiliskipulag á Bolafjalli.
Bolungarvíkurkaupstaður hefur í samstarfi við utanríkisráðuneytið lokið við gerð nýs deili­skipulags fyrir Bolafjall. Deiliskipulagið var unnið í samræmi við aðalskipulag Bolungarvíkur 2008-2020.
Utanríkisráðuneytið hefur samþykkt deiliskipulagið fyrir þann hluta þess sem er á öryggissvæði og bæjarstjórn Bolungarvíkurkaupstaðar samþykkti á fundi sínum 11. maí 2021 deiliskipulag fyrir Bolafjall.
Deiliskipulagssvæðið er á Bolafjalli í um 600 m yfir sjó og er um 38 ha að flatarmáli, skv. aðal­skipulagi Bolungarvíkur 2008–2020. Svæðið er að stærstum hluta skilgreint sem óbyggt svæði en hluti þess, 11,5 ha, er skilgreint fyrir blandaða landnoktkun (B2), þjónustustofnanir, verslunar- og þjónustu­svæði þar sem gefið er svigrúm til uppbyggingar og innan þess svæðis er lóð ratsjár- og fjarskipta­stöðvar Atlantshafsbandalagsins.
Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

 

Bolungarvík, 10. júní 2021.

 

Finnbogi Bjarnason, skipulags- og byggingarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 28. júní 2021