Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 345/2020

Nr. 345/2020 17. apríl 2020

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 1200/2019 um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands.

1. gr.

Við reglurnar bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Ákvæði til bráðabirgða.

Þrátt fyrir fyrirmæli 6. tölul. 1. mgr. 10. gr. reglna þessara skal fjármálafyrirtæki vera heimilt að leggja fram til tryggingar meira en 3 ma. kr. að markaðsvirði af eigin útgáfu sértryggðra skulda­bréfa.

Til viðbótar þeim tryggingum sem taldar eru upp í 1. mgr. 10. gr. skulu eftirfarandi tryggingar teljast hæfar í viðskiptum við Seðlabankann:

  1. Peningamarkaðslán ríkissjóðs, enda sé þar um að ræða samning um skammtímalánveitingu fjármálafyrirtækis (lánastofnunar) til ríkissjóðs, sem felur í sér að umsamin fjárhæð er lögð inn á reikning ríkissjóðs á upphafsgjalddaga og sama fjárhæð endurgreidd fjármálafyrirtæk­inu á lokagjalddaga, að viðbættum vöxtum, sem hvort tveggja er samið um í upphafi.
  2. Veðbréf með veð í viðskiptabréfum, enda sé þar um að ræða veðgerning útgefinn af fjár­málafyrirtæki (lánastofnun), með sjálfsvörsluveði í skuldabréfum útgefnum af einstakling­um eða lögaðilum sem tryggð eru með veði í fasteignum, til samræmis við 43. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð. Veðbréf með veði í viðskiptabréfum skal vera á stöðluðu samn­ingsformi sem Seðlabankinn samþykkir og skal það að mati Seðlabankans vera tryggt með nægjanlega góðum veðum, veita nægan aðgang að upplýsingum um stöðu og mat undir­liggjandi trygginga á hverjum tíma, veita fullnægjandi réttarvernd og vera að öðru leyti nægjanleg trygging að mati bankans.

Seðlabankinn getur, við ákvörðun um viðskipti, vikið frá öllum skilyrðum samkvæmt 2. mgr. 10. gr. sem og 3. mgr. 11. gr.

 

2. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 46. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, taka gildi 21. apríl 2020. Breytingarnar voru teknar fyrir þann 2. apríl 2020 af peninga­stefnunefnd og fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.

 

Seðlabanka Íslands, 17. apríl 2020.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Sturla Pálsson
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 17. apríl 2020