Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 240/2023

Nr. 240/2023 7. mars 2023

REGLUGERÐ
gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/33 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013 að því er varðar umsóknir um vernd fyrir upprunatáknanir, landfræðilegar merkingar og hefðbundin heiti í víngeiranum, andmælameðferð, takmarkanir á notkun, breytingar á forskriftum fyrir afurðir, afturköllun verndar og merkingu og kynningu.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um innflutning og útflutning á víni milli Íslands og annarra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. Vín sem upprunnið er frá landi utan Evrópska efnahagssvæðisins heyrir ekki undir reglugerðina. Ákvæði þau sem innleidd eru með reglugerð þessari skulu gilda með þeim aðlögunum sem leiða má af ákvæðum meginmáls samningsins, altækri aðlögun í inngangi að bókun 47 við samninginn og sértæka aðlögunartextanum í 1. viðbæti við bókun 47 við samninginn.

 

2. gr.

Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/33 frá 17. október 2018 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013 að því er varðar umsóknir um vernd fyrir upprunatáknanir, landfræðilegar merkingar og hefðbundin heiti í víngeiranum, andmælameðferð, takmarkanir á notkun, breytingar á forskriftum fyrir afurðir, afturköllun verndar og merkingu og kynningu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 273/2022, frá 23. september 2022. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 492.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1375 frá 11. júní 2021 um breyt­ingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/33 að því er varðar breytingu á hefðbundnum heit­um í víngeiranum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 274/2022, frá 23. september 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 627.

 

3. gr.

Tollyfirvöld hafa eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt í samræmi við 132. gr. tollalaga nr. 88/2005.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar hafa eftir­lit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995, um matvæli, sbr. 29. gr. laga nr. 130/2014, um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, land­svæðis eða hefðbundinnar sérstöðu.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 40., sbr. 27. gr. laga um vernd afurðarheita sem vísa til upp­runa, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu nr. 130/2014, með síðari breytingum, og 31. gr. a laga um matvæli nr. 93/1995, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 7. mars 2023.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Margrét Björk Sigurðardóttir.


B deild - Útgáfud.: 10. mars 2023