Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 2/2017

Nr. 2/2017 11. janúar 2017

FORSETAÚRSKURÐUR
um skiptingu starfa ráðherra.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt:

Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, laga um Stjórnarráð Íslands og forsetaúrskurðar um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti, er störfum þannig skipt með ráðherrum:

1. gr.

Forsætisráðuneyti.

Bjarni Benediktsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir forsætisráðuneytið skv. 1. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættis­heitið forsætisráðherra.

2. gr.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið skv. 1., 5. og 6. tölul. 2. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið skv. 2.-4. tölul. og 7. og 8. tölul. 2. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnar­málefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar­ráðherra.

3. gr.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Benedikt Jóhannesson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir fjármála- og efnahagsráðuneytið skv. 3. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið fjármála- og efnahagsráðherra.

4. gr.

Innanríkisráðuneyti.

Sigríður Á. Andersen fer með stjórnarmálefni sem heyra undir innanríkisráðuneytið skv. 1.-17. tölul., 20. tölul., 22.-32. tölul. og 35.-38. tölul. 4. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnar­málefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið dómsmálaráðherra.

Jón Gunnarsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir innanríkisráðuneytið skv. 18., 19., 21., 33. og 34. tölul. 4. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

5. gr.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Kristján Þór Júlíusson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir mennta- og menningar­mála­ráðuneytið skv. 5. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnar­ráði Íslands og ber embættisheitið mennta- og menningarmálaráðherra.

6. gr.

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Björt Ólafsdóttir fer með stjórnarmálefni sem heyra undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið skv. 6. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið umhverfis- og auðlindaráðherra.

7. gr.

Utanríkisráðuneyti.

Guðlaugur Þór Þórðarson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir utanríkisráðuneytið skv. 7. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið utanríkisráðherra.

8. gr.

Velferðarráðuneyti.

Óttarr Proppé fer með stjórnarmálefni sem heyra undir velferðarráðuneytið skv. 1. tölul., c–f-liðum 3. tölul., 4.-6. tölul. og 10. tölul. 8. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið heilbrigðisráðherra.

Þorsteinn Víglundsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir velferðarráðuneytið skv. 2. tölul., a-, b- og g-lið 3. tölul. og 7.-9. tölul. 8. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið félags- og jafnréttismálaráðherra.

9. gr.

Úrskurður þessi öðlast þegar gildi. Með úrskurði þessum fellur úr gildi úrskurður nr. 26/2016, um skiptingu starfa ráðherra.

Gjört á Bessastöðum, 11. janúar 2017.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 11. janúar 2017