Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 84/2017

Nr. 84/2017 30. nóvember 2017

FORSETAÚRSKURÐUR
um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt:

Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, og laga um Stjórnarráð Íslands, ber stjórnarmálefni undir ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands sem hér segir:

1. gr.

Forsætisráðuneyti.

Forsætisráðuneyti fer með mál er varða:

  1. Stjórnskipan lýðveldisins Íslands og Stjórnarráð Íslands í heild, þar á meðal:
    1. Embætti forseta Íslands, þ.m.t. ákvörðun kjördags, embættisgengi og embættis­bústað.
    2. Alþingi.
    3. Ríkisráð Íslands.
    4. Ríkisstjórn Íslands.
    5. Skipun ráðherra og lausn.
    6. Skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti.
    7. Skiptingu starfa milli ráðherra.
    8. Skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta.
    9. Ráðherranefndir.
    10. Forystu og samhæfingu innan Stjórnarráðs Íslands.
    11. Stjórnarfar almennt, þ.m.t. lög um Stjórnarráð Íslands, stjórnsýslulög og upplýs­inga­lög.
    12. Framfylgd laga og reglna um undirbúning stjórnarfrumvarpa.
    13. Siðareglur fyrir ráðherra og starfsmenn Stjórnarráðs Íslands.
    14. Málstefnu fyrir Stjórnarráð Íslands.
    15. Ráðstöfun skrifstofuhúsa ráðuneyta og gestahúsa ríkisstjórnarinnar, þ.m.t. Þingvalla­bæjarins.
    16. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
  2. Þjóðhagsmál, þar á meðal:
    1. Hagstjórn almennt.
    2. Ráðherranefndir um efnahagsmál og ríkisfjármál.
    3. Gjaldmiðil Íslands.
    4. Seðlabanka Íslands.
    5. Hagskýrslugerð og upplýsingar um landshagi, þ.m.t. málefni Hagstofu Íslands.
  3. Þjóðartákn og orður, þar á meðal:
    1. Fána Íslands og ríkisskjaldarmerki.
    2. Þjóðsöng Íslendinga.
    3. Hina íslensku fálkaorðu.
    4. Önnur heiðursmerki.
  4. Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
  5. Annað, þar á meðal:
    1. Þjóðaröryggisráð.
    2. Almannavarna- og öryggismálaráð.
    3. Vísinda- og tækniráð.
    4. Þjóðlendur og málefni óbyggðanefndar.
    5. Embætti ríkislögmanns.
    6. Umboðsmann barna.
    7. Hrafnseyri við Arnarfjörð.

2. gr.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti fer með mál er varða:

  1. Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
  2. Almenn starfsskilyrði og stuðningsumhverfi atvinnulífs, þar á meðal:
    1. Atvinnuþróun, tæknirannsóknir og nýsköpun.
    2. Stuðning ríkisins við rannsóknir, þróunarstarf og nýsköpun í atvinnugreinum, sbr. þó g-lið 2. tölul. 4. gr.
    3. Tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist.
    4. Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar.
    5. Opinberar fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum.
    6. Ívilnanir vegna nýfjárfestinga og gerð fjárfestingarsamninga annarra en milliríkja­samninga.
    7. Fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri.
    8. Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
    9. Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.
    10. Skrifstofu rannsóknarstofnana atvinnuveganna.
  3. Orkumál og auðlindanýtingu, þar á meðal:
    1. Öryggi raforkukerfisins.
    2. Raforkumarkað.
    3. Jöfnun kostnaðar við húshitun og dreifingu raforku.
    4. Forystu um orkusparnað, nýtingu orku og orkuskipti.
    5. Visthönnun vöru sem notar orku og orkumerkingar.
    6. Hitaveitur, gjaldskrár og stofnstyrki.
    7. Leyfi til nýtingar á auðlindum í jörðu og á, í eða undir hafsbotni.
    8. Leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíuleit).
    9. Nýtingu vatns.
    10. Orkustofnun.
    11. Úrskurðarnefnd raforkumála.
  4. Viðskiptalíf, almenna lagaumgjörð, þar á meðal:
    1. Rafræn viðskipti, rafræna þjónustu og rafrænar undirskriftir.
    2. Frum- og milliinnheimtu peningakrafna.
    3. Víxla, tékka og skuldabréf.
    4. Fyrningu kröfuréttinda.
    5. Ábyrgðarmenn.
    6. Hugverkaréttindi á sviði iðnaðar, þ.m.t. einkaleyfi, vörumerki, félagamerki, upp­finn­ingar starfsmanna og hönnun.
    7. Einkaleyfastofu.
    8. Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar.
    9. Félagarétt, þ.m.t. bókhald, endurskoðendur og ársreikninga.
    10. Skráningu fyrirtækja og félaga og málefni fyrirtækjaskrár og ársreikningaskrár.
    11. Sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.
    12. Framkvæmd útboða.
    13. Samkeppnismál.
    14. Samkeppniseftirlitið.
    15. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála.
    16. Staðla og Staðlaráð Íslands.
    17. Faggildingu.
    18. Löggildingu viðskiptafræðinga og hagfræðinga.
    19. Löggildingu endurskoðenda og málefni Endurskoðendaráðs.
  5. Sjávarútveg og veiði í ám og vötnum, eldi og ræktun nytjastofna, þar á meðal:
    1. Stjórn á verndun og nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins.
    2. Veiðigjöld.
    3. Rannsóknir og eftirlit með verndun og nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafs­botnsins.
    4. Hafrannsóknastofnun.
    5. Framkvæmd fiskveiðisamninga við erlend ríki.
    6. Fiskvinnslu og aðra vinnslu úr sjávarfangi.
    7. Skiptaverðmæti sjávarafla.
    8. Uppboðsmarkað sjávarafla.
    9. Eldi hvers konar nytjastofna í sjó eða ferskvatni, skipulag og eftirlit með því.
    10. Veiði í ám og vötnum.
    11. Rannsóknir á lífríki í ám og vötnum og ráðgjöf um nýtingu þeirra, þ.m.t. málefni Veiðimálastofnunar.
    12. Fiskræktarsjóð.
    13. Matsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði.
    14. Nýsköpun og þróun í sjávarútvegi.
    15. Fiskistofu.
    16. Málefni úrskurðarnefndar um ólögmætan sjávarafla.
    17. Verðlagsstofu skiptaverðs, verðlagsráð sjávarútvegsins.
    18. Málefni úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna.
  6. Landbúnað, matvæli og matvælaöryggi, þar á meðal:
    1. Framleiðslu landbúnaðarafurða.
    2. Búfjárhald og slátrun.
    3. Verðlagningu og sölu á búvörum.
    4. Inn- og útflutning landbúnaðarafurða.
    5. Eftirlit með inn- og útflutningi dýra og plantna og erfðaefna þeirra.
    6. Velferð dýra.
    7. Varðveislu erfðaauðlinda í landbúnaði og yrkisrétt.
    8. Framkvæmd búnaðarlaga.
    9. Stuðning ríkisins við framleiðslu og markaðsmál, þ.m.t. framkvæmd búvörulaga.
    10. Almenn jarðamál, ábúðarmál, afrétti, fjallskil og girðingar, þ.m.t. málefni úttektar­manna og yfirmatsnefndar samkvæmt ábúðarlögum.
    11. Nýtingu hlunninda jarða.
    12. Dýralæknaþjónustu, þ.m.t. starfsleyfi dýralækna.
    13. Heilbrigðiseftirlit með framleiðslu, vinnslu, inn- og útflutningi og markaðssetningu matvæla og fóðurs.
    14. Heilbrigði dýra og varnir gegn dýrasjúkdómum.
    15. Heilbrigði plantna og varnir gegn plöntusjúkdómum.
    16. Eftirlit með sáðvöru og áburði.
    17. Hagþjónustu landbúnaðarins.
    18. Matvælarannsóknir.
    19. Matvælastofnun.
    20. Úrskurðarnefndir á sviði landbúnaðar, þ.m.t. æðardúnsnefnd, ullarmatsnefnd og gæru­matsnefnd.
    21. Bjargráðasjóð.
  7. Iðnað, verslun og þjónustu, þar á meðal:
    1. Iðnað, þ.m.t. verksmiðjuiðnað, handiðnað, stóriðju og fjárfestingarsamninga.
    2. Skipan ferðamála.
    3. Ferðamálastofu.
    4. Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
    5. Veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
    6. Bílaleigur.
    7. Skapandi greinar í þágu atvinnuþróunar.
    8. Sölu fasteigna og skipa.
    9. Eftirlitsnefnd fasteignasala.
    10. Verslunaratvinnu.
    11. Verslunarskrár, firmu og prókúruumboð.
    12. Umboðssöluviðskipti.
    13. Starfsréttindi í iðnaði.
    14. Löggildingu starfsheita í tækni- og hönnunargreinum.
  8. Neytendamál, þar á meðal:
    1. Eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
    2. Vöruöryggi, þ.m.t. vörur unnar úr eðalmálmum.
    3. Neytendalán.
    4. Lausafjárkaup, fasteignakaup, neytendakaup og þjónustukaup, þ.m.t. málefni kæru­nefndar um lausafjár- og þjónustukaup.
    5. Samningarétt.
    6. Alferðir.
    7. Skiptileigusamninga fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl.
    8. Neytendasamninga.
    9. Mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.
    10. Neytendastofu.
    11. Áfrýjunarnefnd um neytendamál.

3. gr.

Dómsmálaráðuneyti.

Dómsmálaráðuneyti fer með mál er varða:

  1. Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
  2. Ákæruvald, þar á meðal:
    1. Embætti ríkissaksóknara.
    2. Embætti héraðssaksóknara.
  3. Dómstóla, aðra en félagsdóm, þar á meðal:
    1. Dómstólaráð.
    2. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómarastörf.
    3. Nefnd um dómarastörf.
  4. Réttarfar, þar á meðal:
    1. Meðferð einkamála.
    2. Meðferð sakamála.
    3. Endurupptökunefnd.
    4. Aðför, kyrrsetningu, lögbann og löggeymslu.
    5. Gjaldþrotaskipti, greiðslustöðvun og nauðasamninga.
    6. Nauðungarsölur.
    7. Lögbókandagerðir.
    8. Öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum.
  5. Réttaraðstoð, þar á meðal:
    1. Gjafsókn.
    2. Réttaraðstoð vegna nauðasamninga.
    3. Gagnkvæma alþjóðlega réttaraðstoð.
  6. Refsirétt.
  7. Skaðabótarétt og sanngirnisbætur, þar á meðal:
    1. Bætur til þolenda afbrota, þ.m.t. málefni bótanefndar um greiðslu bóta til þolenda afbrota.
    2. Sanngirnisbætur, þ.m.t. málefni úrskurðarnefndar um sanngirnisbætur.
    3. Skaðabætur utan samninga.
    4. Niðurjöfnunarmenn sjótjóns.
  8. Lögmenn, dómtúlka og skjalaþýðendur, þ.m.t. málefni úrskurðarnefndar lögmanna.
  9. Birtingu laga og stjórnvaldserinda, þar á meðal:
    1. Lagasafn.
    2. Lögbirtingablað.
    3. Stjórnartíðindi.
  10. Eignarrétt og veðrétt, þar á meðal:
    1. Eignar- og afnotarétt fasteigna.
    2. Framkvæmd eignarnáms, er eigi ber undir annað ráðuneyti, þ.m.t. málefni mats­nefndar eignarnámsbóta.
    3. Þinglýsingar.
    4. Landamerki.
    5. Landskipti.
  11. Fullnustu refsinga, þar á meðal:
    1. Fangelsi.
    2. Fangavist.
    3. Reynslulausn fanga og samfélagsþjónustu.
    4. Flutning dæmdra manna.
    5. Náðun, sakaruppgjöf og uppreist æru.
    6. Fangelsismálastofnun.
  12. Almannavarnir.
  13. Leit og björgun, þar á meðal:
    1. Samræmda neyðarsímsvörun.
    2. Vöktun innviða.
  14. Lögreglu og löggæslu, þar á meðal:
    1. Landamæravörslu.
    2. Gæslu landhelgi og fiskimiða.
    3. Skipströnd og vogrek.
    4. Framsal og afhendingu sakamanna.
    5. Schengen.
    6. Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
    7. Erfðaefnisskrá lögreglu.
    8. Öryggisþjónustu í atvinnuskyni.
    9. Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu.
    10. Embætti ríkislögreglustjóra.
    11. Lögreglustjóraembætti.
  15. Sjómælingar og sjókortagerð.
  16. Vopnamál.
  17. Áfengismál, sem ekki heyra undir annað ráðuneyti.
  18. Mannréttindi og mannréttindasáttmála.
  19. Sifjarétt, þar á meðal:
    1. Málefni barna, nema barnavernd, þ.m.t. ættleiðingar og brottnám.
    2. Hjúskap.
  20. Rannsókn á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn.
  21. Persónurétt og persónuvernd, þar á meðal:
    1. Lögræði.
    2. Mannanöfn og málefni mannanafnanefndar.
    3. Persónuvernd.
  22. Erfðarétt, lög um horfna menn og yfirfjárráð, skipti á dánarbúum.
  23. Kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.
  24. Trúmál, þar á meðal:
    1. Trúfélög.
    2. Þjóðkirkjuna, biskupsstofu og áfrýjunarnefnd í málefnum þjóðkirkjunnar.
    3. Bókasöfn prestakalla.
    4. Sóknargjöld.
    5. Kristnisjóð.
    6. Kirkjumálasjóð.
    7. Helgidagafrið.
    8. Lífsskoðunarfélög.
  25. Persónuskilríki, þ.m.t. vegabréf, önnur en diplómatísk.
  26. Ríkisborgararétt.
  27. Málefni útlendinga, að frátöldum atvinnuleyfum, þar á meðal:
    1. Útlendingastofnun.
    2. Kærunefnd útlendingamála.
  28. Happdrætti, veðmálastarfsemi, talnagetraunir og almennar fjársafnanir.
  29. Sýslumenn og hreppstjóra.
  30. Kosningar:
    1. Kjör til forseta Íslands, kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, þjóðar­atkvæða­greiðslur og aðrar almannakosningar sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
    2. Fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra.
  31. Málefni sjóða og stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.
  32. Landhelgisgæslu Íslands.

4. gr.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti fer með mál er varða:

  1. Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
  2. Opinber fjármál að því marki sem þau eru ekki falin öðrum aðilum, þar á meðal:
    1. Stefnumörkun og áætlanagerð í opinberum fjármálum.
    2. Forsvar og gerð frumvarps til fjárlaga, fjáraukalaga og lokafjárlaga.
    3. Skuldbindingar fram yfir fjárlagaárið, þ.m.t. rekstrar- og þjónustusamninga.
    4. Almennt eftirlit með framkvæmd fjárlaga.
    5. Sjóðstýringu.
    6. Lánsfjármál og lántökur.
    7. Ríkisaðstoð, ríkisábyrgðir og styrki til einkafyrirtækja, þ.m.t. framkvæmd laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki.
    8. Reikningshald ríkisins.
    9. Fjársýslu ríkisins.
  3. Eignir ríkisins, þar á meðal:
    1. Fasteignir, verðbréf og hlutabréf og fyrirsvar þeirra, þ.m.t. hlutverk ráðherra sam­kvæmt ákvæði til bráðabirgða III í lögum um Seðlabanka Íslands, að því marki sem þær eignir eru ekki faldar öðrum.
    2. Húsnæðismál ríkisstofnana.
    3. Bifreiðamál ríkisstofnana.
    4. Opinberar framkvæmdir.
    5. Ríkisjarðir, land í eigu ríkisins og samninga vegna nýtingar vatns- og jarðhitaréttinda, náma og jarðefna á landi utan þjóðlendna.
    6. Jarðasjóð ríkisins.
    7. Bankasýslu ríkisins.
    8. Fasteignir ríkissjóðs.
    9. Framkvæmdasýslu ríkisins.
  4. Tekjuöflun ríkisins, þar á meðal:
    1. Skattamál, svo sem álagningu, uppgjör og aðra skattframkvæmd, skattrannsóknir og úrskurði í skattamálum, þ.m.t. málefni ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd.
    2. Tolla og vörugjöld, þ.m.t. tollgæslu og innheimtu opinberra gjalda og málefni toll­stjóra.
    3. Aðrar tekjur ríkissjóðs, þ.m.t. arðgreiðslur, leigutekjur og ýmis gjöld.
  5. Starfsmannamál ríkisins, þar á meðal:
    1. Almenna stefnumótun í mannauðsmálum ríkisins og fræðslu.
    2. Launa- og kjaramál.
    3. Launavinnslu.
    4. Réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna.
    5. Kjararáð.
  6. Lífeyrismál, þar á meðal:
    1. Lífeyrismál starfsmanna ríkisins, forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæsta­réttar­dómara.
    2. Skyldutryggingu lífeyrisréttinda.
    3. Starfsemi lífeyrissjóða, að því marki sem þau verkefni eru ekki falin öðrum.
    4. Viðbótartryggingavernd og séreignarsparnað, þ.m.t. starfstengda eftirlaunasjóði.
    5. Skattfrjálsa úttekt séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð.
  7. Hagstjórn og fjármálastöðugleika, þar á meðal:
    1. Mat á þróun og horfum í efnahagsmálum og gerð þjóðhagsspár.
    2. Samhæfingu fjármála- og hagstjórnarstefnu fyrir hið opinbera.
    3. Vexti og verðtryggingu.
    4. Gjaldeyrismál.
    5. Meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum.
    6. Setningu reglna um reikningsskil og ársreikning Seðlabanka Íslands skv. 4. mgr. 32. gr. laga um Seðlabanka Íslands.
    7. Fjárhagsleg samskipti við Seðlabanka Íslands í tengslum við eiginfjármarkmið bank­ans, ráðstöfun hagnaðar hans og samkomulag um nánari framkvæmd inn­köllunar skv. 34. gr. laga um Seðlabanka Íslands.
    8. Fjármálastöðugleikaráð.
  8. Fjármálamarkað, lagaumgjörð og eftirlit, þar á meðal:
    1. Fjármálafyrirtæki.
    2. Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.
    3. Verðbréfamarkaði.
    4. Úrskurðarnefnd verðbréfamiðstöðva.
    5. Innstæðutryggingar.
    6. Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta.
    7. Vátryggingar og vátryggingastarfsemi.
    8. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum.
    9. Viðlagatryggingu Íslands.
    10. Úrskurðarnefnd um viðlagatryggingu.
    11. Greiðslukerfi og greiðsluþjónustu.
    12. Skortsölu og skuldatryggingar.
    13. Viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.
    14. Vátryggingasamstæður.
    15. Lánshæfismatsfyrirtæki.
    16. Evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.
    17. Fjármálaeftirlitið.
  9. Almennar umbætur í ríkisrekstri, þar á meðal:
    1. Skipulag og stjórnarhætti í ríkisstarfsemi.
    2. Opinber innkaup og málefni Ríkiskaupa.
    3. Kærunefnd útboðsmála.
    4. Hagræðingu í ríkisrekstri og árangursstjórnun.
    5. Málefni upplýsingasamfélagsins.
  10. Önnur verkefni, þar á meðal:
    1. Kröfulýsingu í þjóðlendur.
    2. Verslun með áfengi og tóbak og málefni Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins.
    3. Málefni og eigendaforsvar fjölþjóðlegra lánastofnana, annarra en þeirra sem fara með þróunaraðstoð, þ.m.t. gagnvart Norræna fjárfestingarbankanum (NIB), Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF), þ.m.t. skipun í sjóðsráð skv. 2. málsl. 2. mgr. 21. gr. laga um Seðlabanka Íslands.

5. gr.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti fer með mál er varða:

  1. Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
  2. Fræðslumál, þar á meðal:
    1. Leikskóla.
    2. Grunnskóla.
    3. Framhaldsskóla.
    4. Háskóla.
    5. Tónlistarskóla.
    6. Framhaldsfræðslu og málefni Fræðslusjóðs.
    7. Listaskóla.
    8. Námskrárgerð.
    9. Námsgögn.
    10. Námsmat.
    11. Vinnustaðanámssjóð.
    12. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.
    13. Úrskurðarnefnd vegna kostnaðar við skólagöngu fósturbarna.
    14. Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema.
    15. Menntamálastofnun.
  3. Námsaðstoð, þar á meðal:
    1. Námslán.
    2. Námsstyrki.
    3. Lánasjóð íslenskra námsmanna.
    4. Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
    5. Námsstyrkjanefnd.
  4. Vísindamál, þar á meðal:
    1. Rannsóknastarfsemi, einkum á sviði grunnrannsókna.
    2. Vísindastarfsemi sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
    3. Opinberan stuðning við vísindastarfsemi.
    4. Umsýslu og undirbúning funda fyrir Vísinda- og tækniráð.
    5. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum.
    6. Rannsóknamiðstöð Íslands.
  5. Safnamál, þar á meðal:
    1. Bókasöfn, utan bókasafna prestakalla, þ.m.t. Landsbókasafn Íslands.
    2. Skjalasöfn, þ.m.t. málefni Þjóðskjalasafns Íslands.
    3. Listasöfn, þ.m.t. málefni Listasafns Íslands.
    4. Minjasöfn, þ.m.t. Þjóðminjasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands.
    5. Safnasjóð.
  6. Menningarminjar, þar á meðal:
    1. Varðveislu menningararfs.
    2. Skil menningarverðmæta til annarra landa.
    3. Verndarsvæði í byggð.
    4. Minjastofnun Íslands.
  7. Listir og menningu, þar á meðal:
    1. Bókmenntir.
    2. Myndlist.
    3. Listskreytingar opinberra bygginga.
    4. Sviðslist.
    5. Tónlist, þ.m.t. málefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og málefni tónlistarsjóðs.
    6. Kvikmyndir, þ.m.t. málefni Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands.
    7. Starfslaun listamanna.
    8. Stuðning við listir og kynningu íslenskrar listar innan lands og utan.
    9. Miðstöð íslenskra bókmennta og bókmenntasjóð.
    10. Listskreytingasjóð.
    11. Þjóðleikhúsið.
    12. Íslenska dansflokkinn.
  8. Höfundarétt, þar á meðal:
    1. Fylgiréttargjald samkvæmt höfundalögum og lögum um verslunaratvinnu.
    2. Úrskurðarnefnd höfundaréttarmála.
  9. Íslensk fræði, þar á meðal:
    1. Íslenska tungu.
    2. Íslenskt táknmál.
    3. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
    4. Örnefni og bæjanöfn.
    5. Örnefnanefnd.
  10. Fjölmiðla, þar á meðal:
    1. Mynd- og hljóðmiðla.
    2. Netmiðla.
    3. Prentmiðla.
    4. Eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum.
    5. Ríkisútvarpið.
    6. Fjölmiðlanefnd.
  11. Ábyrgðarreglur og efnisréttindi á netinu, þ.m.t. höfundarétt.
  12. Íþróttamál, þar á meðal:
    1. Málefni þjóðarleikvanga.
    2. Frjáls félagasamtök.
    3. Sjóði.
    4. Íslenskar getraunir.
    5. Launasjóð stórmeistara í skák og málefni Skákskóla Íslands.
  13. Æskulýðsmál, þar á meðal:
    1. Æskulýðsráð ríkisins.
    2. Æskulýðssjóð.
    3. Frjáls félagasamtök.
  14. Lögvernduð starfsheiti, þar á meðal:
    1. Starfsréttindi bókasafns- og upplýsingafræðinga.
    2. Lögverndun starfsréttinda leik-, grunn- og framhaldsskólakennara.
    3. Starfsréttindi náms- og starfsráðgjafa.
    4. Viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.
  15. Erlent samstarf á sviði menntunar, menningar og vísinda.
  16. Annað, þar á meðal:
    1. Félagsheimili.
    2. Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Íslands.
    3. Grænlandssjóð.

6. gr.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti fer með mál er varða:

  1. Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
  2. Samgöngur í lofti, á láði og legi, þar á meðal:
    1. Flugvelli, vegi, hafnir, vita og sjóvarnir.
    2. Skipulag og uppbyggingu samgöngukerfisins.
    3. Viðhald og rekstur samgöngukerfisins.
    4. Farþegaflutninga, farmflutninga og almenningssamgöngur.
    5. Samgönguöryggi.
    6. Samgönguvernd.
    7. Samgönguáætlun.
    8. Rannsókn samgönguslysa, þ.m.t. málefni rannsóknarnefndar samgönguslysa.
    9. Samgöngutækjaskrár.
    10. Eftirlit með skráningu og búnaði samgöngutækja.
    11. Eftirlit með loftferðum og umferð ökutækja og skipa.
    12. Leiðsögu-, vöktunar-, upplýsinga- og eftirlitskerfi samgangna.
    13. Réttindamál fagaðila í skipum, loftförum og ökutækjum.
    14. Köfun.
    15. Slysavarnaskóla sjómanna.
    16. Lögskráningu sjómanna.
    17. Samgöngustofu.
    18. Vegagerðina.
  3. Fjarskipti, þar á meðal:
    1. Fjarskiptanet, þó ekki efni sem sent er á fjarskiptanetum.
    2. Fjarskiptaþjónustu, gagnaflutninga og fjarskiptarekstur.
    3. Fjarskiptavernd.
    4. Öryggi rafrænna samskipta og netöryggi.
    5. Lén og málefni netsins.
    6. Eftirlit með fjarskiptum.
    7. Fjarskiptasjóð.
    8. Póstþjónustu, póstrekstur og eftirlit með póstþjónustu.
    9. Póst- og fjarskiptastofnun og málefni úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála.
  4. Sveitarstjórnarmál, þar á meðal:
    1. Stjórnsýslu og verkefni sveitarfélaga.
    2. Tekjustofna og fjármál sveitarfélaga.
    3. Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
    4. Mörk sveitarfélaga.
    5. Innheimtustofnun sveitarfélaga.
  5. Byggðamál, þar á meðal:
    1. Byggðaáætlun og sóknaráætlanir.
    2. Jöfnun á flutningskostnaði olíuvara.
    3. Svæðisbundna flutningsjöfnun.
    4. Byggðastofnun.
  6. Almannaskráningu og lögheimili, fasteignaskrá og fasteignamat, þar á meðal:
    1. Þjóðskrá Íslands.
    2. Yfirfasteignamatsnefnd.

7. gr.

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti fer með mál er varða:

  1. Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
  2. Náttúruvernd, þar á meðal:
    1. Líffræðilega fjölbreytni, svo sem verndun vistkerfa, búsvæða, tegunda og erfðaefnis, þ.m.t. í hafi.
    2. Vernd jarðmyndana.
    3. Verndarsvæði í hafi til varðveislu náttúruminja eða sérstakra vistkerfa á hafsbotni til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið fer með framkvæmd á.
    4. Friðlýst svæði, þ.m.t. málefni Þingvallaþjóðgarðs, Vatnajökulsþjóðgarðs og annarra þjóðgarða.
    5. Svæði sem njóta verndar samkvæmt sérlögum vegna náttúru eða landslags, þ.m.t. málefni Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn.
    6. Sinubrennur og meðferð elds á víðavangi.
    7. Úrbætur og uppbyggingu á aðstöðu til móttöku ferðamanna í þjóðgörðum og frið­lýstum svæðum.
    8. Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
  3. Skógrækt, landgræðslu og varnir gegn landbroti, þar á meðal:
    1. Gróður- og jarðvegsvernd.
    2. Endurheimt vistkerfa, þ.m.t. votlendis.
    3. Landgræðslu ríkisins.
    4. Skógræktina.
  4. Eftirlit með timbri og timburvöru.
  5. Rannsóknir og skráningu upplýsinga um náttúru landsins, hafsins og hafsbotnsins, þar á meðal:
    1. Umhverfisrannsóknir og umhverfisvöktun.
    2. Rannsóknir á jarðrænum auðlindum á landi og á hafsbotni öðrum en olíu og ráðgjöf um nýtingu þeirra, þ.m.t. málefni Íslenskra orkurannsókna.
  6. Söfnun upplýsinga um umhverfis- og auðlindamál og sjálfbærni á norðurslóðum, þ.m.t. málefni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.
  7. Stjórn vatnamála og ráðgjöf um nýtingu vatns.
  8. Mengunarvarnir, þar á meðal:
    1. Hljóðvist.
    2. Mengun hafs og stranda, vatns og jarðvegs.
    3. Meðhöndlun úrgangs og úrvinnslugjald, þ.m.t. málefni Úrvinnslusjóðs.
    4. Fráveitur.
    5. Loftgæði.
  9. Umhverfisábyrgð.
  10. Loftslagsvernd, þar á meðal:
    1. Losun gróðurhúsalofttegunda.
    2. Viðskipti með losunarheimildir.
    3. Skráningarkerfi gróðurhúsalofttegunda og losunarheimilda.
  11. Hollustuhætti.
  12. Efni og efnavörur.
  13. Skipulagsmál, þar á meðal:
    1. Landsskipulagsstefnu.
    2. Skipulag haf- og strandsvæða.
    3. Skipulagsstofnun.
  14. Sjálfbæra þróun, þar á meðal:
    1. Stefnumörkun um sjálfbæra þróun og ráðgjöf um nýtingu auðlinda.
    2. Viðmið um sjálfbæra nýtingu auðlinda.
  15. Mat á umhverfisáhrifum áætlana og framkvæmda.
  16. Upplýsingarétt um umhverfismál.
  17. Landupplýsingar og grunnkortagerð, þ.m.t. málefni Landmælinga Íslands.
  18. Mannvirki, þar á meðal:
    1. Eftirlit með mannvirkjum og gerð þeirra.
    2. Brunavarnir.
    3. Eftirlit með byggingarvörum.
    4. Eftirlit með öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga í mannvirkjum.
    5. Mannvirkjastofnun.
  19. Veður og náttúruvá, þar á meðal:
    1. Veðurþjónustu.
    2. Vöktun á náttúruvá.
    3. Varnir gegn ofanflóðum.
    4. Rannsóknir og vöktun á vatnafari landsins.
    5. Rannsókn á orsökum ofanflóðs og afleiðingum þess ef manntjón hlýst af.
    6. Veðurstofu Íslands.
  20. Veiðistjórnun og alþjóðaverslun með villt dýr og plöntur, þar á meðal:
    1. Stjórnun veiða villtra fugla og villtra spendýra, annarra en sjávarspendýra.
    2. Vernd og friðun villtra dýra og villtra fugla.
    3. Alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu.
  21. Erfðabreyttar lífverur.
  22. Framkvæmd alþjóðasamninga um umhverfismál.
  23. Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
  24. Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur.
  25. Umhverfisstofnun.
  26. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

8. gr.

Utanríkisráðuneyti.

Utanríkisráðuneyti fer með mál er varða:

  1. Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
  2. Utanríkismál, þar á meðal:
    1. Skipti forseta Íslands og annarra þjóðhöfðingja.
    2. Sendiráð, fastanefndir og ræðisskrifstofur Íslands erlendis.
    3. Sendiráð og ræðisskrifstofur erlendra ríkja á Íslandi.
    4. Skipti við erlend ríki, þ.m.t. norræna samvinnu.
    5. Réttindi Íslendinga og íslenska hagsmuni erlendis.
    6. Samninga við önnur ríki og gerð þeirra og framkvæmd tiltekinna samninga, sbr. m.a. lög nr. 90/1994, 57/2000, 93/2008 og 58/2010.
    7. Aðild Íslands að alþjóðlegum samtökum, stofnunum, ráðstefnum og fundum er varða opinbera hagsmuni og eigi ber undir annað ráðuneyti samkvæmt ákvæðum þessa úrskurðar eða eðli máls. Friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana.
    8. Diplómatísk vegabréf, þjónustuvegabréf og áritun vegabréfa.
    9. Kynningu Íslands og íslenskra efna með öðrum þjóðum nema slík mál séu lögð til annars ráðuneytis.
    10. Íslandsstofu.
    11. Varnarmál, aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO), varnarsamning Íslands og Banda­ríkjanna, samskipti og samstarf við erlend ríki, hermálayfirvöld og alþjóða­stofnanir á sviði öryggis- og varnarmála, varnarsvæði, öryggissvæðið á Keflavíkur­flugvelli og önnur öryggissvæði, þ.m.t. skipulags- og mannvirkjamál, rekstur mann­virkja og eigna Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, þ.m.t. íslenska ratsjár- og loft­varna­kerfið (IADS).
    12. Útflutningsverslun.
    13. Undirbúning og framkvæmd viðskiptasamninga.
    14. Skipti Íslands við alþjóðleg viðskiptasamtök.
    15. Vörusýningar erlendis.
    16. Þróunarsamvinnu, friðargæslu og neyðarhjálp.
    17. Hafréttarmál.

9. gr.

Velferðarráðuneyti.

Velferðarráðuneyti fer með mál er varða:

  1. Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
  2. Félags- og fjölskyldumál, þar á meðal:
    1. Barnavernd.
    2. Barnaverndarstofu.
    3. Málefni fatlaðs fólks.
    4. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
    5. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
    6. Málefni aldraðra.
    7. Málefni innflytjenda og flóttafólks.
    8. Fjölmenningarsetur.
    9. Félagslega aðstoð.
    10. Greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.
    11. Félagsþjónustu sveitarfélaga.
    12. Ráðgjöf og úrræði vegna fjármála heimilanna, þ.m.t. greiðsluaðlögun einstaklinga.
    13. Umboðsmann skuldara.
    14. Ættleiðingarstyrki.
    15. Orlof húsmæðra.
  3. Almannatryggingar, þar á meðal:
    1. Lífeyristryggingar og eftirlaun aldraðra.
    2. Tryggingastofnun ríkisins.
    3. Sjúkratryggingar.
    4. Sjúklingatryggingu.
    5. Slysatryggingar.
    6. Sjúkratryggingastofnun.
    7. Fjárhagsaðstoð við lifandi líffæragjafa.
  4. Heilbrigðisþjónustu, þar á meðal:
    1. Heilsugæslu.
    2. Sjúkrahús.
    3. Heilbrigðisstofnanir.
    4. Sérhæfða heilbrigðisþjónustu utan stofnana.
    5. Endurhæfingarstarfsemi og meðferðarstofnanir.
    6. Lyf.
    7. Ávana- og fíkniefni.
    8. Lækningatæki.
    9. Lyfjastofnun.
    10. Lyfjagreiðslunefnd.
    11. Tæknifrjóvgun.
    12. Sjúkraskrár og gagnasöfn á heilbrigðissviði.
    13. Réttindi sjúklinga.
    14. Starfsréttindi í heilbrigðisþjónustu.
    15. Embætti landlæknis.
    16. Heyrnar- og talmeinastöð.
    17. Hjúkrunarheimili.
    18. Dvalarheimili.
    19. Dagdvöl aldraðra.
    20. Framkvæmdasjóð aldraðra.
  5. Lýðheilsu og forvarnir, þar á meðal:
    1. Heilsueflingu.
    2. Áfengis- og vímuvarnir.
    3. Slysavarnir.
    4. Sóttvarnir.
    5. Tóbaksvarnir.
    6. Geislavarnir.
    7. Geislavarnir ríkisins.
  6. Lífvísindi og lífsiðfræði, þar á meðal:
    1. Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.
    2. Vísindasiðanefnd.
    3. Lífsýnasöfn.
    4. Líffæragjafir og líffæraígræðslu.
    5. Ákvörðun dauða, dánarvottorð og krufningar.
  7. Húsnæðismál, þar á meðal:
    1. Húsnæðislán.
    2. Greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga.
    3. Greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði.
    4. Íbúðalánasjóð.
    5. Húsaleigumál.
    6. Húsnæðisbætur.
    7. Húsnæðissamvinnufélög og byggingarsamvinnufélög.
    8. Almennar íbúðir.
    9. Húsnæðissjálfseignarstofnanir.
    10. Húsnæðismálasjóð.
    11. Fjöleignarhús.
    12. Frístundabyggð.
    13. Kærunefnd húsamála.
  8. Vinnumál, þar á meðal:
    1. Réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
    2. Starfsmannaleigur.
    3. Aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
    4. Vinnueftirlit ríkisins.
    5. Vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum.
    6. Félagsdóm.
    7. Vinnumarkaðsaðgerðir.
    8. Sáttastörf í vinnudeilum.
    9. Ríkissáttasemjara.
    10. Atvinnuleysistryggingar.
    11. Atvinnutengda starfsendurhæfingu.
    12. Atvinnuréttindi útlendinga.
    13. Ábyrgð á launum við gjaldþrot.
    14. Fæðingar- og foreldraorlof.
    15. Vinnumálastofnun.
    16. Félagsmálaskóla alþýðu.
  9. Jafnréttismál, þar á meðal:
    1. Jafnrétti kynjanna.
    2. Jafnréttisstofu.
    3. Kærunefnd jafnréttismála.
    4. Jafnrétti á vinnumarkaði.
    5. Jafnréttissjóð Íslands.
  10. Annað, þar á meðal:
    1. Græðara.
    2. Kynáttunarvanda.
    3. Fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.
    4. Úrskurðarnefnd um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.
    5. Úrskurðarnefnd velferðarmála.

10. gr.

Ágreiningur.

Málefni sem eigi er getið í 1.–9. gr. skulu lögð til ráðuneytis þar sem þau eðli sínu samkvæmt eiga heima.

Nú leikur vafi á um, eða ágreiningur rís um, hvaða ráðuneyti skuli með mál fara og sker forsætis­ráðherra þá úr.

11. gr.

Gildistaka.

Forsetaúrskurður þessi, sem á sér stoð í 15. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og 4. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma falla úr gildi ákvæði eldri forsetaúrskurðar nr. 15 frá 7. apríl 2017 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Gjört á Bessastöðum, 30. nóvember 2017.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Katrín Jakobsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 30. nóvember 2017