1. gr.
Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1875 frá 1. júlí 2024 um færslu heitis í skrána yfir verndaðar upprunatáknanir og verndaðar landfræðilegar merkingar (Twente (VUT)). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES‑nefndarinnar nr. 39/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 704.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 31. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 4. apríl 2025.
Hanna Katrín Friðriksson.
|