Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 412/2025

Nr. 412/2025 4. apríl 2025

REGLUGERÐ
um (8.) breytingu á reglugerð nr. 237/2023 um gildistöku framkvæmdarreglna framkvæmdastjórnarinnar um vernd heita á víni skv. 99. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013.

1. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1875 frá 1. júlí 2024 um færslu heitis í skrána yfir verndaðar upprunatáknanir og verndaðar landfræðilegar merk­ingar (Twente (VUT)). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameigin­legu EES‑nefndarinnar nr. 39/2025 frá 7. febrúar 2025. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 17 frá 20. mars 2025, bls. 704.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 31. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvegaráðuneytinu, 4. apríl 2025.

 

Hanna Katrín Friðriksson.

Svava Pétursdóttir.


B deild - Útgáfud.: 15. apríl 2025