Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 244/2020

Nr. 244/2020 23. mars 2020

REGLUGERÐ
um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1266/2017, um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja.

1. gr.

Við reglugerðina bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

a. (II.)

Ef í gildi er lyfjaávísun læknis í lyfjaávísanagátt er ekki heimilt að útbúa aðra lyfjaávísun nema:

a. ávísað sé á annan styrkleika lyfsins eða annað lyf með öðru virku innihaldsefni eða

b. fella eigi úr gildi gildandi lyfjaávísun og útbúa nýja.

b. (III.)

Þrátt fyrir ákvæði þessarar reglugerðar er Lyfjastofnun heimilt að takmarka það magn lyfja sem afgreitt er og afhent frá lyfjabúð þegar sérstakar ástæður sem varða almannaheill og lýðheilsu mæla með því. Þessi takmörkun á jafnt við um lyf sem eru lyfseðilskyld og þau sem seld eru í lausasölu. Lyfjastofnun skal tilkynna lyfjabúðum takmarkanirnar sérstaklega.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. lyfjalaga, nr. 93/1994, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og gildir til 30. júní 2020.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 23. mars 2020.

 

Svandís Svavarsdóttir.

 

Hrönn Ottósdóttir.


B deild - Útgáfud.: 23. mars 2020