Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Leiðréttingar:

Leiðrétt 4. janúar 2023:
HTML-texti og PDF-skjal: Í stað orðsins „sorpeyðingargjöld“ í 2. mgr. 4. gr. komi: sorphirðugjöld


Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1560/2022

Nr. 1560/2022 14. desember 2022

GJALDSKRÁ
fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Sveitarfélaginu Hornafirði.

1. gr.

Almennt.

Sveitarfélagið Hornafjörður innheimtir gjöld vegna meðferðar úrgangs í sveitarfélaginu í sam­ræmi við 11. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði, nr. 236/2018.

 

2. gr.

Íbúðarhúsnæði.

Árleg gjöld sem lögð eru á íbúðarhúsnæði í Sveitarfélaginu Hornafirði vegna sorphirðu, sorp­eyðingar og endurvinnslu skal vera:

 Sorphirðugjald  31.950 kr.
 Sorpeyðingargjald  19.290 kr.
 Samtals á ári  51.240 kr.

Innifalið í ofangreindum gjöldum eru sorpílát undir blandaðan úrgang, endurvinnsluefni s.s. plast, pappa, pappír og málmumbúðir, og matarleifar. Gjöldunum er ætlað að standa undir kostnaði við ílát, hirðu og förgun eða endurvinnslu úrgangs.

Ofangreind gjöld skulu innheimt með fasteignagjöldum og er gjalddagi hinn sami og fasteigna­gjalda.

 Úrgangsflokkur  Stærð íláts  Verð
 Blandaður úrgangur  240 l  23.500 kr.
 Endurvinnsluefni  240 l  11.340 kr.
 Matarleifar  140 l  15.400 kr.
 Umsýslu- og útkeyrslugjald  140 eða 240 l    3.500 kr.

Óski greiðendur eftir fleiri sorpílátum greiðast ofangreind gjöld árlega fyrir hverja auka tunnu:

Aðeins er heimilt að skrá eina auka tunnu fyrir hvern úrgangsflokk á hvert íbúðarhúsnæði.

 

3. gr.

Klippikort.

Hver húseigandi sem greiðir sorphirðu- og sorpeyðingargjöld skv. 2. gr. fær afhent eitt klippi­kort á ári sem veitir heimild til losunar á allt að 2 m³ (8 klipp) af gjaldskyldum úrgangi á söfnunar­stöð sveitarfélagsins á Höfn. Ef kort klárast er hægt að kaupa aukakort á 8.000 kr.

Kortin má nálgast í afgreiðslu ráðhúss sveitarfélagsins. Leigjendur verða að nálgast kortin hjá leigusala eða kaupa sér kort.

 

4. gr.

Sumar- og frístundahús.

Þjónusta sorphreinsunar er alla jafna ekki veitt fyrir einstök sumar- eða frístundahús og bera þau því aðeins sorpeyðingargjöld. Eigendur slíkra húsa fá afhent eitt klippikort á ári sem veitir heimild til losunar á allt að 2 m³ (8 klipp) af gjaldskyldum úrgangi á söfnunarstöð sveitarfélagsins á Höfn. Klippi­kortin eru afhent í afgreiðslu ráðhúss sveitarfélagsins. Leigjendur slíkra húsa verða að nálgast kortin hjá leigusala eða kaupa sér kort.

Í sumarhúsahverfum, þar sem sumarhús eru 20 eða fleiri, skal einnig leggja sorpeyðingargjöld á hvert sumar- eða frístundahús árlega enda verða sett upp sorpílát í nánd við sumarhúsahverfið yfir mesta ferðamannatímann frá 15. maí – 15. september.

 Sorphirðugjald  7.850 kr.
 Sorpeyðingargjald  8.000 kr.

Ofangreind gjöld skulu innheimt með fasteignagjöldum og er gjalddagi hinn sami og fasteigna­gjalda.

 

5. gr.

Eyðing dýraleifa.

Á búfjáreigendur er lagt sérstakt gjald til að standa straum af kostnaði við förgun dýraleifa og tekur gjaldið mið af því að það standi undir kostnaði við förgunina.

Gjald fyrir eyðingu dýraleifa er lagt á heildarfjölda hverrar búfjártegundar samkvæmt búfjár­eftirlitsskýrslu og er eftirfarandi:

 Nautgripir    350 kr./grip Sauðfé og geitfé    100 kr./grip
 Hross    280 kr./grip Svín    200 kr./grip
 Alifuglar        2 kr./fugl Loðdýr       2 kr./dýr

 

6. gr.

Aðfararheimild.

Verði vanskil á greiðslu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari er hægt að innheimta gjöld með aðför sbr. 4. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 1. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Gjöld eru tryggð með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign í tvö ár eftir gjaldaga sbr. 5. mgr. 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.

 

7. gr.

Lagaheimild og gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 23. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 og 10. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs nr. 737/2003 og öðlast þegar gildi.

Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1598/2021.

 

Samþykkt í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar, 14. desember 2022.

 

Sigurjón Andrésson bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 29. desember 2022