Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 885/2018

Nr. 885/2018 24. september 2018

SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um gatnagerðargjald á flugvallarsvæði A, Keflavíkurflugvelli, nr. 245/2018.

1. gr.

Í stað 8. gr. samþykktarinnar kemur ný 8. grein sem orðast svo:

Lagaheimild.

Samþykkt þessi er gerð samkvæmt 12. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006, sbr. lög um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl. nr. 76/2008 og lög um samruna opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar nr. 153/2009 og öðlast þegar gildi. Með gildistökunni fellur gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald á flugvallarsvæði A, Keflavíkurflugvelli nr. 767/2009 úr gildi.

2. gr.

Samþykkt þessi er gerð samkvæmt 12. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006, sbr. lög um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl. nr. 76/2008 og lög um samruna opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar nr. 153/2009 og öðlast þegar gildi.

Reykjavík, 24. september 2018.

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia ohf.


B deild - Útgáfud.: 11. október 2018