Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 376/2021

Nr. 376/2021 23. mars 2021

REGLUR
um form og efni lýsinga á samningum fjármálafyrirtækja um fjárstuðning innan samstæðu.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki þegar það gerir samning um fjárstuðning innan sam­stæðu, sbr. 109. gr. a – 109. gr. f laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

 

2. gr.

Form og efni opinberrar birtingar upplýsinga um fjárstuðning innan samstæðu.

Samkvæmt 1. mgr. 109. gr. f laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, skal fjármálafyrirtæki birta opinberlega upplýsingar um samning um fjárstuðning innan samstæðu.

Reglur þessar eru settar til að innleiða framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/911 frá 9. júní 2016 þar sem kveðið er á um form og efni upplýsinga sem fjármálafyrirtæki skal birta opinberlega um samning um fjárstuðning innan samstæðu, sbr. 3. gr.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerðar.

Með reglum þessum öðlast gildi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/911 frá 9. júní 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar form og efni lýsinga á samningum um fjárstuðning innan samstæðu í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2019 frá 8. febrúar 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 26 frá 23. apríl 2020, bls. 703-705.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 2. mgr. 109. gr. f laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, taka gildi þegar í stað.

 

Seðlabanki Íslands, 23. mars 2021.

 

  Ásgeir Jónsson 
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir,
frkvstj. skrifstofu bankastjóra.

                                                        

                                                        


B deild - Útgáfud.: 9. apríl 2021